FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 09. MAÍ 2008

Út er komið heftið Utanríkisverslun með vörur 2007. Í ritinu kemur m.a. fram að fluttar voru út vörur fyrir 305,1 milljarð króna en inn fyrir 395,2 milljarða króna fob, 427,4 milljarða króna cif. Halli var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 90,1 milljarði króna. Útflutningur jókst um 25,7% frá fyrra ári á verðlagi hvors árs en innflutningur dróst saman um 1,1%. Í útflutningi voru sjávarafurðir 41,8% alls útflutnings og iðnaðarvörur 38,9% en í innflutningi voru stærstu vöruflokkarnir hrá- og rekstrarvörur, fjárfestingarvörur og flutningatæki. Stærstu viðskiptalönd voru Holland í útflutningi og Bandaríkin í innflutningi og var EES þýðingamesta markaðssvæðið, jafnt í útflutningi sem í innflutningi.

Samhliða útgáfu heftisins eru birtar sundurliðaðar töflur eftir einstökum löndum og vöruflokkum árið 2007 á vef Hagstofunnar. Birting árlegra upplýsinga um utanríkisverslunina eftir tollskrárnúmerum og löndum, sem hafa fylgt þessari útgáfu, verða birtar 16. maí og verða þá gefnar út mánaðarlegar upplýsingar eftir tollskrárnúmerum og löndum fyrir árin 2006, 2007 og janúar-mars 2008.

Utanríkisverslun með vörur 2007 - Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.