FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 26. ÁGÚST 2009

Útflutningur á þjónustu á öðrum ársfjórðungi var samkvæmt bráðabirgðatölum 70,4 milljarðar en innflutningur á þjónustu 63,2 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd á öðrum ársfjórðungi er því jákvæður um 7,2 milljarða króna.

Samgöngur vega mest þjónustuliða og mestur afgangur varð vegna þeirrar þjónustu, tæpir 7,3 milljarðar. Önnur þjónusta en samgöngur og ferðaþjónusta skilaði 2,0 milljarða afgangi, en á móti kom halli á ferðaþjónustu um 2 milljarða.

Hagstofa birtir nú í fyrsta skipti á vefnum töflu um ferðalög milli landa. Þetta er tafla sem Seðlabanki hefur birt hingað til. Hagstofa birtir aðeins tölur frá árinu 2009 þar sem vegna ólíkrar aðferðafræði eru gögn Seðlabanka og Hagstofu ekki fyllilega sambærileg. Hagstofa mun birta þessa töflu enn um sinn þar til birt verður ítarlegri sundurliðun á þjónustuflokkum.

Einnig er nú birt á vef Hagstofunnar lýsigögn um þjónustuviðskipti við útlönd.

Þjónustuviðskipti við útlönd 2009
  1. ársfj. 2. ársfj.  Alls
Verðmæti í milljónum króna á gengi hvors ársfjórðungs
Útflutt þjónusta 51.156,4 70.425,6 121.582,0
Samgöngur 22.664,3 28.435,4 51.099,8
Ferðalög 10.420,9 19.616,1 30.036,9
Önnur þjónusta 18.071,2 22.374,1 40.445,3
Innflutt þjónusta 52.856,3 63.192,8 116.049,1
Samgöngur 18.970,3 21.182,4 40.152,7
Ferðalög 17.171,1 21.599,7 38.770,8
Önnur þjónusta 16.714,9 20.410,7 37.125,6
Þjónustujöfnuður -1.699,9 7.232,8 5.532,9

Talnaefni


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.