Þjónustujöfnuður jákvæður um 33,4 milljarða á fjórða ársfjórðungi
Heildartekjur af þjónustuútflutningi á fjórða ársfjórðungi 2018 voru, samkvæmt bráðabirgðatölum, tæpar 158,2 milljarðar króna. Heildarútgjöld vegna innfluttrar þjónustu voru 124,8 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 33,4 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi en var jákvæður um 51,9 milljarða á sama tíma árið áður, á gengi hvors árs.

Þjónustujöfnuður við útlönd 2018 var jákvæður um 245,7 milljarða króna en var jákvæður um 271,4 milljarða árið áður, á gengi hvors árs.

Verðmæti þjónustuútflutnings hækkar á milli ára
Á fjórða ársfjórðungi 2018 var verðmæti þjónustuútflutnings 3,2 milljörðum lægra en á sama tímabili árið áður, eða 2,0% á gengi hvors árs. Útflutningstekjur af ferðaþjónustu voru 68,1 milljarðar og voru 12,2% hærri en á sama tíma árið áður. Tekjur af samgöngum og flutningum námu 49,5 milljörðum og hækkuðu um 4,0% miðað við sama tíma árið áður.

Árið 2018 var verðmæti þjónustuútflutnings 32,9 milljörðum hærra en árið 2017, eða 4,9% á gengi hvors árs. Útflutningstekjur af ferðaþjónustu voru stærsti liðurinn, eða 337,4 milljarðar og voru 4,9% hærri en á sama tíma árið áður.

Innflutningur vegna ferðalaga eykst árið 2018
Á fjórða ársfjórðungi 2018 var verðmæti þjónustuinnflutnings 15,3 milljörðum hærra en sama tíma árið áður, eða 14,0% á gengi hvors árs. Útgjöld vegna innfluttrar ferðaþjónustu námu 53,1 milljarði og hækkuðu um 12,0% frá sama tíma árið áður.

Árið 2018 var verðmæti þjónustuinnflutnings 58,6 milljörðum hærra en árið 2017, eða 14,5% á gengi hvors árs. Ferðalög voru stærsti liðurinn, eða 198,7 milljarðar og voru 12,2% hærri en á sama tíma árið áður.

Mánaðarlegur þjónustujöfnuður
Samhliða ársfjórðungsútgáfu á þjónustujöfnuði uppfærir Hagstofan gögn um mánaðarlegan þjónustujöfnuð fyrir 2018. Áður höfðu fyrstu ellefu mánuðir ársins verið gefnir út en í þessari útgáfu bætast við tölur fyrir desember.

Útflutt þjónusta er áætluð 49,3 milljarðar í desember og innflutt þjónusta er áætluð 40,2 milljarðar. Þjónustujöfnuður er því áætlaður jákvæður um 9,1 milljarð í desember 2018. Gögn um mánaðarlega þjónustu 2018 má finna í töflunni Þjónustuviðskipti við útlönd eftir mánuðum 2018.

Verðmæti útflutnings og innflutnings á þjónustu 2017 og 2018  
  Milljónir króna á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra
ári á gengi hvors
árs, % 1.-4.
ársfjórðungur
  4.ársfjórðungur 1. -4. ársfjórðungur
 2017201820172018
Útflutt þjónusta 161.392,9 158.181,6 675.782,6 708.678,7 4,9
Samgöngur og flutningar 47.600,7 49.492,2 228.366,3 237.396,5 4,0
Ferðalög 60.682,1 68.111,3 321.726,2 337.371,4 4,9
Önnur viðskiptaþjónusta 10.476,4 12.463,6 31.138,7 35.263,5 13,2
Aðrir þjónustuliðir 42.633,7 28.114,4 94.551,4 98.647,4 4,3
Innflutt þjónusta 109.456,7 124.760,7 404.385,3 462.962,0 14,5
Samgöngur og flutningar 17.165,4 20.517,8 65.780,6 75.919,6 15,4
Ferðalög 47.443,0 53.144,9 177.046,3 198.693,7 12,2
Önnur viðskiptaþjónusta 22.110,0 24.162,8 77.992,1 93.435,4 19,8
Aðrir þjónustuliðir 22.738,3 26.935,2 83.566,3 94.913,2 13,6
Þjónustujöfnuður 51.936,2 33.421,0 271.397,2 245.716,8  

Talnaefni