Þjónustujöfnuður jákvæður um 55 milljarða
Heildartekjur af þjónustuútflutningi á öðrum ársfjórðungi 2018 voru, samkvæmt bráðabirgðatölum, rúmar 175,7 milljarðar króna. Heildarútgjöld vegna innfluttrar þjónustu voru 120,8 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 55 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi en var jákvæður um 61,4 milljarða á sama tíma árið áður, á gengi hvors árs.
Þjónustujöfnuður við útlönd fyrri helming ársins 2018 var jákvæður um 89,8 milljarða króna en var jákvæður um 103,6 milljarða á sama tíma árið áður, á gengi hvors árs.
Verðmæti þjónustuútflutnings hækkar á milli ára
Á öðrum ársfjórðungi 2018 var verðmæti þjónustuútflutnings 11,8 milljörðum hærra en á sama tímabili árið áður eða 7,2% á gengi hvors árs. Útflutningur á ferðaþjónustu var 88,2 milljarðar eða 50,2% af heildarútflutningi og var 8,1% hærri en á sama tíma árið áður. Tekjur af samgöngum og flutningum námu 59 milljörðum og hækkuðu um 1,5% miðað við sama tíma árið áður.
Fyrstu sex mánuði þessa árs var verðmæti þjónustuútflutnings 19,6 milljörðum hærra en á sama tímabili árið áður eða 6,8% á gengi hvors árs. Útflutningur á ferðaþjónustu var stærsti liðurinn, 150,6 milljarðar eða 48,8% af heildarútflutningi og var 8,2 % hærri en á sama tíma árið áður.
Innflutningur vegna ferðalaga eykst á fyrri helmingi ársins
Á öðrum ársfjórðungi 2018 var verðmæti þjónustuinnflutnings 18,3 milljörðum hærra en sama tíma árið áður eða 17,8% á gengi hvors ár. Útgjöld vegna innfluttrar ferðaþjónustu námu 55,5 milljörðum og hækkuðu um 17,5% frá sama tíma árið áður.
Fyrstu sex mánuði þessa árs var verðmæti þjónustuinnflutnings 33,4 milljörðum hærra en á sama tímabili árið áður eða 18% á gengi hvors árs. Ferðalög voru stærsti liðurinn, 97,5 milljarðar eða 44,6% af heildarinnflutningi og var 20,2% hærri en á sama tíma árið áður.
Verðmæti útflutnings og innflutnings á þjónustu 2017 og 2018 | ||||||
Milljónir króna á gengi hvors árs | Breytingar frá fyrra ári | |||||
2.ársfjórðungur | 1. -2. ársfjórðungur | á gengi hvors árs, | ||||
2017 | 2018 | 2017 | 2018 | % 1.-2. ársfjórðungur | ||
Útflutt þjónusta | 163.944,0 | 175.740,8 | 289.106,4 | 308.743,4 | 6,8 | |
Samgöngur og flutningar | 58.161,4 | 59.006,5 | 100.603,1 | 103.990,1 | 3,4 | |
Ferðalög | 81.572,4 | 88.176,0 | 139.226,6 | 150.585,6 | 8,2 | |
Önnur viðskiptaþjónusta | 6.763,7 | 6.820,9 | 14.467,7 | 12.968,4 | -10,4 | |
Aðrir þjónustuliðir | 17.446,4 | 21.737,5 | 34.809,0 | 41.199,4 | 18,4 | |
Innflutt þjónusta | 102.506,5 | 120.756,9 | 185.547,4 | 218.946,9 | 18,0 | |
Samgöngur og flutningar | 15.978,9 | 18.357,7 | 29.853,9 | 33.674,9 | 12,8 | |
Ferðalög | 47.178,4 | 55.450,4 | 81.160,4 | 97.547,2 | 20,2 | |
Önnur viðskiptaþjónusta | 18.729,3 | 23.990,6 | 34.566,4 | 42.194,9 | 22,1 | |
Aðrir þjónustuliðir | 20.620,0 | 22.958,2 | 39.966,7 | 45.529,8 | 13,9 | |
Þjónustujöfnuður | 61.437,4 | 54.983,9 | 103.559,1 | 89.796,5 |
Mánaðarleg þjónusta
Gögn um mánaðarlega þjónustu á öðrum ársfjórðungi má finna í töflunni Þjónustuviðskipti við útlönd eftir mánuðum 2018.
Þjónustuviðskipti við útlönd með ýtarlegri sundurliðun þjónustuflokka og landaskiptingu fyrir árið 2017 verða birt á vef Hagstofunnar þann 7. september næstkomandi.