FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 02. NÓVEMBER 2015

Hagstofa Íslands birtir í dag niðurstöður rannsóknar sem gerð var á vöruútflutningi til Hollands (Niðurlands). Markmið rannsóknarinnar var að kanna hlutdeild Niðurlands í vöru­útflutningi þar sem hún hefur aukist mjög ört á undan­förn­um árum. Mikið af vöruútflutningi fer um skipahöfnina í Rotterdam á leið til áfangastaðar sem gæti bent til þess að hlutdeild Niðurlands sé of hátt. Haft var samband við útflutningsaðila til að sannreyna gögn um útflutning til Niðurlands. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að ekki er unnt með auknum upplýsingum frá útflytjendum að finna endan­legt ákvörðunarland fyrir meirihluta þess útflutnings sem fer til Niðurlands þar sem mikilvægir útflutningsaðilar á iðnaðarvöru (aðallega áli og álafurðum) búa ekki yfir þeim upplýsingum. Því er ljóst að flutningur um Rotterdam hefur mikil áhrif á niðurstöðu um landaskiptingu útflutnings. Í tilviki útflutnings á sjávarafurðum var hins vegar í flestum tilvikum hægt að fá upplýsingar um endanlegt ákvörðunarland. Hlutdeild Niðurlands í heildarútflutningi lækkar því aðeins um 6% eða um 39 milljarða króna. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að ekkert bendir til þess að útflutningur til Rússlands hafi verið vanmetinn.

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Hollands (Niðurlands) — Hagtíðindi

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1151 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.