Í október 2019 var vöruútflutningur í greiðslujöfnuði* áætlaður 66,2 milljarðar en vöruinnflutningur í greiðslujöfnuði áætlaður 64,5 milljarðar. Vöruviðskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði var því áætlaður jákvæður um 1,7 milljarða króna. Í sama mánuði var þjónustujöfnuður áætlaður jákvæður um 13,7 milljarða en útflutt þjónusta var áætluð 53,2 milljarðar á meðan innflutt þjónusta var áætluð 39,5 milljarðar.

Í október 2019 var því áætlað verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta 119,5 milljarðar en áætlað verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta var 104,1 milljarður. Vöru og þjónustujöfnuður var því áætlaður jákvæður um 15,4 milljarða í október 2019.

Á fyrstu tíu mánuðum ársins var verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta áætlað 1.130,1 milljarður samanborið við 1.115,2 milljarða árið áður. Verðmæti innflutnings fyrir sama tímabil var áætlað 1.018,9 milljarðar samanborið við 1.024,4 milljarða fyrir sama tímabili 2018. Uppsafnaður vöru- og þjónustujöfnuður fyrstu tíu mánuði ársins 2019 var því áætlaður jákvæður um 111,2 milljarða samabanborið við 90,8 milljarða jákvæðan jöfnuð fyrir sama tímabil 2018.

*Samkvæmt stöðlum greiðslujafnaðar og þjóðhagsreikninga.

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar til október 2018 og 2019
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra
ári á gengi hvors árs, %
Október Janúar-Október
20182019 2018 2019
Vöru- og þjónustuviðskipti, útflutningur alls122.535,5119.464,71.115.233,41.130.140,01,3
Vöruskipti: = Útflutningur í greiðslujöfnuði62.115,366.247,7504.932,7556.564,810,2
Þjónustuviðskipti: = Útflutt þjónusta60.420,153.217,0610.300,7573.575,2-6,0
Vöru- og þjónustuviðskipti, innflutningur alls117.075,6104.066,51.024.438,91.018.945,0-0,5
Vöruskipti: = Innflutningur í greiðslujöfnuði72.227,964.538,1640.276,8641.347,70,2
Þjónustuviðskipti: = Innflutt þjónusta44.847,739.528,5384.162,1377.597,3-1,7
Vöru- og þjónustujöfnuður í greiðslujöfnuði5.459,915.398,290.794,5111.195,0

Talnaefni