FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 23. OKTÓBER 2020

Vöruútflutningur í greiðslujöfnuði* var áætlaður 47,1 milljarður króna í júlí 2020 en vöruinnflutningur í greiðslujöfnuði 58,2 milljarðar. Vöruviðskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði var því áætlaður neikvæður um 11,0 milljarða króna. Í sama mánuði var þjónustujöfnuður áætlaður jákvæður um 14,7 milljarða króna, en útflutt þjónusta var áætluð 40,8 milljarðar á meðan innflutt þjónusta var áætluð 26,1 milljarður.

Verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta í júlí 2020 var því áætlað 87,9 milljarðar króna en áætlað verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta á sama tíma var 84,2 milljarðar. Vöru- og þjónustujöfnuður var fyrir vikið áætlaður jákvæður um 3,6 milljarða króna í júlí 2020.

Verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta var áætlað 567,2 milljarðar króna á fyrstu sjö mánuðum ársins samanborið við 770,1 milljarð á fyrstu sjö mánuðum ársins 2019. Verðmæti innflutnings var áætlað 564,7 milljarðar borið saman við 706,3 milljarða fyrir sama tímabil 2019. Uppsafnaður vöru- og þjónustujöfnuður fyrstu sjö mánuði ársins 2020 var því áætlaður jákvæður um 2,6 milljarða samanborið við 63,8 milljarða jákvæðan jöfnuð fyrir sama tímabil árið á undan.

*Samkvæmt stöðlum greiðslujafnaðar og þjóðhagsreikninga.

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar til júlí 2019 og 2020
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra
ári á gengi hvors árs, %
Júlí Janúar-júlí
20192020 2019 2020
Vöru- og þjónustuviðskipti, útflutningur alls132.688,787.883,2770.083,9567.227,3-26,3
Vöruskipti: = Útflutningur í greiðslujöfnuði52.368,647.116,4391.788,9346.821,0-11,5
Þjónustuviðskipti: = Útflutt þjónusta80.320,140.766,8378.295,0220.406,3-41,7
Vöru- og þjónustuviðskipti, innflutningur alls112.387,284.243,6706.306,3564.651,1-20,1
Vöruskipti: = Innflutningur í greiðslujöfnuði71.152,758.159,4451.877,5385.396,7-14,7
Þjónustuviðskipti: = Innflutt þjónusta41.234,526.084,2254.428,9179.254,5-29,5
Vöru- og þjónustujöfnuður í greiðslujöfnuði20.301,63.639,663.777,62.576,1

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1151 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.