FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 16. APRÍL 2020

Vöruútflutningur í greiðslujöfnuði* var áætlaður 52,6 milljarðar króna í janúar 2020 en vöruinnflutningur í greiðslujöfnuði 50,5 milljarðar. Vöruviðskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði var því áætlaður jákvæður um 2 milljarða króna. Í sama mánuði var þjónustujöfnuður áætlaður jákvæður um 8,4 milljarða en útflutt þjónusta var áætluð 40,3 milljarðar á meðan innflutt þjónusta var áætluð 31,9 milljarðar.

Verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta var áætlað 92,9 milljarðar króna í janúar 2020 samanborið við 121,2 milljarða í janúar árið áður. Hafa ber í huga að í janúar 2019 nam útflutningur skipa og flugvéla 27,3 milljörðum. Verðmæti innflutnings fyrir janúar 2020 var áætlað 82,5 milljarðar borið saman við 85,5 milljarða í janúar 2019. Vöru- og þjónustujöfnuður fyrsta mánuð ársins 2020 var því áætlaður jákvæður um 10,4 milljarða króna samanborið við 35,7 milljarða jákvæðan jöfnuð fyrir sama mánuð 2019.

*Samkvæmt stöðlum greiðslujafnaðar og þjóðhagsreikninga.

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar 2019 og 2020
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra
ári á gengi hvors árs, %
Janúar
20192020
Vöru- og þjónustuviðskipti, útflutningur alls121.173,192.855,2-23,4
Vöruskipti: = Útflutningur í greiðslujöfnuði77.429,852.550,7-32,1
Þjónustuviðskipti: = Útflutt þjónusta43.743,340.304,5-7,9
Vöru- og þjónustuviðskipti, innflutningur alls85.506,682.451,6-3,6
Vöruskipti: = Innflutningur í greiðslujöfnuði52.061,350.534,7-2,9
Þjónustuviðskipti: = Innflutt þjónusta33.445,331.916,9-4,6
Vöru- og þjónustujöfnuður í greiðslujöfnuði35.666,510.403,6

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1156 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.