FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 27. APRÍL 2020

Vöruútflutningur í greiðslujöfnuði* var áætlaður 48,6 milljarðar króna í febrúar 2020 en vöruinnflutningur í greiðslujöfnuði 49,3 milljarðar. Vöruviðskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði var því áætlaður neikvæður um 0,7 milljarða króna. Í sama mánuði var þjónustujöfnuður áætlaður jákvæður um 7,2 milljarða, en útflutt þjónusta var áætluð 38 milljarðar á meðan innflutt þjónusta var áætluð 30,8 milljarðar.

Verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta í febrúar 2020 var því áætlað 86,6 milljarðar en áætlað verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta á sama tíma var 80,1 milljarður. Vöru- og þjónustujöfnuður var fyrir vikið áætlaður jákvæður um 6,5 milljarða í febrúar 2020.

Verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta var áætlað 179,5 milljarðar á fyrstu tveimur mánuðum ársins samanborið við 207,7 milljarða árið áður. Verðmæti innflutnings var áætlað 162,6 milljarðar borið saman við 179 milljarða fyrir sama tímabili 2019. Uppsafnaður vöru- og þjónustujöfnuður fyrstu tvo mánuði ársins 2020 var því áætlaður jákvæður um 16,9 milljarða samanborið við 28,7 milljarða jákvæðan jöfnuð fyrir sama tímabil árið á undan.

*Samkvæmt stöðlum greiðslujafnaðar og þjóðhagsreikninga.

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar til febrúar 2019 og 2020
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra
ári á gengi hvors árs, %
Febrúar Janúar-febrúar
20192020 2019 2020
Vöru- og þjónustuviðskipti, útflutningur alls86.518,986.603,2207.692,0179.458,5-13,6
Vöruskipti: = Útflutningur í greiðslujöfnuði45.597,648.585,5123.027,4101.136,2-17,8
Þjónustuviðskipti: = Útflutt þjónusta40.921,438.017,884.664,678.322,3-7,5
Vöru- og þjónustuviðskipti, innflutningur alls93.472,680.106,2178.979,2162.557,8-9,2
Vöruskipti: = Innflutningur í greiðslujöfnuði60.361,349.267,9112.422,699.802,7-11,2
Þjónustuviðskipti: = Innflutt þjónusta33.111,230.838,366.556,562.755,2-5,7
Vöru- og þjónustujöfnuður í greiðslujöfnuði-6.953,66.497,128.712,816.900,7

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1156 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.