Í apríl 2019 var vöruútflutningur í greiðslujöfnuði* áætlaður 51,2 milljarðar en vöruinnflutningur í greiðslujöfnuði áætlaður 65,4 milljarðar. Vöruviðskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði var því áætlaður neikvæður um 14,2 milljarða. Í sama mánuði var þjónustujöfnuður áætlaður jákvæður um 9,7 milljarða en útflutt þjónusta var áætluð 44,4 milljarðar á meðan innflutt þjónusta var áætluð 34,7 milljarðar.

Í apríl 2019 var því áætlað verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta 95,6 milljarðar en áætlað verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta var 100,1 milljarður. Vöru og þjónustujöfnuður var því áætlaður neikvæður um 4,5 milljarða í apríl 2019.

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar til apríl 2018 og 2019
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra
ári á gengi hvors árs, %
Apríl Janúar-Apríl
20182019 2018 2019
Vöru- og þjónustuviðskipti, útflutningur alls92.815,695.562,4365.175,7403.916,610,6
Vöruskipti: = Útflutningur í greiðslujöfnuði47.697,951.199,2188.243,8227.851,921,0
Þjónustuviðskipti: = Útflutt þjónusta45.117,744.363,2176.931,9176.064,7-0,5
Vöru- og þjónustuviðskipti, innflutningur alls96.419,8100.099,3359.432,8375.827,34,6
Vöruskipti: = Innflutningur í greiðslujöfnuði62.163,965.398,7229.912,9239.139,24,0
Þjónustuviðskipti: = Innflutt þjónusta34.255,934.700,6129.519,9136.688,15,5
Vöru- og þjónustujöfnuður í greiðslujöfnuði-3.604,2-4.536,95.742,828.089,2

*Samkvæmt stöðlum greiðslujafnaðar og þjóðhagsreikninga.

Talnaefni