FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 03. SEPTEMBER 2012

Í ljós hefur komið villa í gögnum sem Hagstofa Íslands notar til útreiknings á þjónustuviðskiptum við útlönd. Áður birtar tölur um þjónustuviðskipti við útlönd á 2. ársfjórðungi 2012 breytast því sem hér segir. Kaup á ferðaþjónustu hækka um rúma 3,8 milljarða og því lækkar afgangur á þjónustujöfnuði úr 15,9 milljörðum í 12 milljarða og afgangur á ferðaþjónustu úr 6,8 milljörðum í 3 milljarða. Töflur á vef Hagstofunnar hafa verið uppfærðar í samræmi við þetta.

Þjónustuviðskipti við útlönd 2012    
  Alls 1. ársfj. 2012 2. ársfj. 2012
Verðmæti í milljónum króna      
Útflutt þjónusta 168.162,3 66.450,7 101.711,6
Samgöngur 79.046,0 33.875,6 45.170,4
Ferðalög 40.221,8 13.074,6 27.147,1
Önnur þjónusta 48.894,5 19.500,5 29.394,0
 
Innflutt þjónusta 162.492,0 72.818,9 89.673,1
Samgöngur 50.083,6 21.949,3 28.134,3
Ferðalög 42.985,4 18.850,3 24.135,1
Önnur þjónusta 69.423,0 32.019,3 37.403,6
 
Þjónustujöfnuður 5.670,3 -6.368,2 12.038,5
Samgöngur 28.962,4 11.926,4 17.036,1
Ferðalög -2.763,7 -5.775,7 3.012,0
Önnur þjónusta -20.528,5 -12.518,9 -8.009,6

Talnaefni


 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.