Samkvæmt bráðabirgðatölum var útflutningur á þjónustu 379,1 milljarður árið 2012 en innflutningur á þjónustu 347,0 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 32,2 milljarða í fyrra en 41,6 milljarða árið 2011 á gengi hvors árs.

Samgöngur skiluðu 74,2 milljarða afgangi í fyrra og ferðaþjónusta 8,0 milljarða afgangi samkvæmt bráðabirgðatölum. Á móti kom að halli var á annarri þjónustu um 50,0 milljarða.

Útflutningur á þjónustu á fjórða ársfjórðungi 2012 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 83,6 milljarðar króna en innflutningur á þjónustu 90,4 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því neikvæður um 6,8 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi en 4,8 milljarða á sama tíma 2011 á gengi hvors árs.

Samgöngur er stærsti þjónustuliður í útflutningi og afgangur vegna þeirrar þjónustu var 11,7 milljarðar. Önnur þjónusta er stærsti liður í innflutningi og nam halli á þeirri þjónustu 10,4 milljörðum. Halli á ferðaþjónustu var 8,1 milljarður.

Tölur um þjónustujöfnuð við útlönd fyrir árið 2012 verða birtar 30. ágúst 2013 með ýtarlegri skiptingu, m.a. eftir löndum.

Þjónustuviðskipti við útlönd 2012
  Alls 1. ársfj. 2. ársfj. 3. ársfj. 4. ársfj.
Verðmæti í milljónum króna          
Útflutt þjónusta 379.134,3 68.541,2 99.742,6 127.271,3 83.579,2
Samgöngur 179.706,8 35.836,3 47.155,6 59.105,2 37.609,7
Ferðalög 105.727,5 12.987,7 28.392,7 46.665,1 17.682,0
Önnur þjónusta 93.700,1 19.717,2 24.194,3 21.501,0 28.287,6
           
Innflutt þjónusta 346.981,9 74.237,4 91.584,4 90.744,6 90.415,5
Samgöngur 105.515,8 21.949,2 28.180,7 29.486,7 25.899,2
Ferðalög 97.758,7 18.853,5 26.220,7 26.876,4 25.808,1
Önnur þjónusta 143.707,6 33.434,8 37.183,0 34.381,6 38.708,2
           
Þjónustujöfnuður 32.152,5 -5.696,2 8.158,3 36.526,7 -6.836,3
Samgöngur 74.191,0 13.887,1 18.974,9 29.618,5 11.710,5
Ferðalög 7.968,8 -5.865,8 2.172,0 19.788,7 -8.126,1
Önnur þjónusta -50.007,3 -13.717,5 -12.988,6 -12.880,6 -10.420,6

Talnaefni