Flutningar um hafnir á Íslandi námu 7,3 milljónum tonna árið 2023 sem er 6% minna en árið 2022. Umsvifamestu hafnir landsins voru sem fyrr Reykjavík, Grundartangi, Reyðarfjörður og Straumsvík. Reykjaneshöfn var í fimmta sæti, enda töluverð aukning i innflutningi á flugvélaeldsneyti. Þá komu 262 farþegaskip til Reykjavíkurhafnar árið 2023 og hafa aldrei verið fleiri.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.isDeila
Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.