FRÉTT UMHVERFI 07. NÓVEMBER 2018

Ísland var með mesta losun koltvísýrings (CO2)frá hagkerfi á einstakling innan ESB og EFTA svæðisins árið 2016. Ísland hefur verið í þriðja til fjórða sæti frá árinu 2008 en losun hefur aukist vegna aukins flugreksturs og skipaflutninga frá árinu 2012.

Land í fyrsta sæti losar mest á einstakling. Þar sem tölur vantar fyrir 2016 er gildi fyrir 2015 notað í staðinn. Þessi gildi eru merkt með x.

Önnur lönd sem hafa verið með háa losun koltvísýrings á einstakling eru Lúxemborg, Danmörk og Eistland og hefur losun hjá þessum löndum verið á bilinu 13 til 19 tonn af koltvísýringi á einstakling. Almennt hefur losun á einstakling lækkað innan ESB og eru flest lönd komin niður í um 9 tonn á einstakling, en hjá einstaka löndum er gildið lægra.

Losun koltvísýrings frá hagkerfi í heild sinni á einstakling
Sæti 2016Land200820092010201120122013201420152016
1Ísland14,614,113,713,413,313,913,915,516,9
2Lúxemborg18,818,318,316,015,715,314,815,915,2
3Eistland13,911,414,814,714,015,414,812,413,4
4Danmörk17,516,215,815,414,113,712,712,412,9
5Holland12,011,512,211,411,111,110,811,111,2
6Noregur12,411,612,311,311,010,410,010,010
7Írland10,59,210,610,010,19,39,29,19
8Finnland11,711,112,711,210,110,39,48,79,3
9Belgía11,09,810,49,49,19,28,78,99,0
10Kýpur11,811,210,49,68,77,88,38,19,0
11Tékkland10,810,010,29,89,59,18,98,98,6
12Pólland8,88,49,08,98,78,68,38,48,5
13Austurríki8,67,98,48,27,87,77,37,47,4
25Svíþjóð6,56,16,66,15,75,45,35,35,3
ESB meðaltal8,88,08,38,07,97,67,37,37,3

† Gildi er áætlað, þar sem niðurstöður hafa ekki verið birtar

Í löndum ofarlega á listanum eru geirar innan hagkerfisins sem eru með afgerandi mesta losun samanborið við aðra geira. Í Lúxemborg er losun að stærstum hluta vegna reksturs flugfélaga, bæði farþegaflutnings og fraktflutnings. Sjóflutningur er afgerandi stærsta grein danska hagkerfisins í losun á einstakling, enda er stærsta skipafélag heims skráð þar. Eingöngu um 15% orkuframleiðslu Eistlands kemur frá endurnýjanlegum auðlindum og því er þessi geiri með afgerandi hlutfall losunar þar. Eistar mæta hins vegar um 93% af eigin orkuþörf með innlendri framleiðslu sem er hæsta hlutfall innan ESB. Á Íslandi er losun að stærstum hluta frá tveimur geirum; frá flugi og framleiðslu málma. Losun frá málmframleiðslu kemur ekki til vegna bruna á eldsneyti, heldur notkunar kola í rafskautum.

Losun atvinnugreina hagkerfis hjá löndum sem eru ofarlega á lista
yfir mest mengandi lönd á ESB+EFTA svæðinu.

Skýring: Texti í sviga vísar til bálks og deild fyrir atvinnugreinina samkvæmt ISAT2008 atvinnugreinaflokkun.

Gera má ráð fyrir að flug og framleiðsla málma verði áfram með ráðandi hlutfall losunar á Íslandi árin 2017 og 2018. Flugrekstur hefur vaxið áfram í samræmi við undangengin ár og vinnsla á kísilmálmi hófst. Koltvísýringslosun frá hagkerfinu á einstakling hefur því farið vaxandi frá árinu 2016.

Nánari samanburður á losun frá hagkerfi milli Norðurlandanna
Þróun í losun frá hagkerfi Íslands á einstakling hefur verið á skjön við hin Norðurlöndin. Danir hafa náð mestum árangri í að draga úr losun, en losun á einstakling náði hámarki árið 2006. Svíþjóð hefur sýnt afgerandi lægsta losun frá sínu hagkerfi, en eins og sést í Töflu 1 að ofan eru þeir í 25. sæti innan ESB+EFTA svæðisins, en 32 lönd skila AEA losunartölum.

Hér ber að hafa í huga að flest ríki innan Evrópu skila ekki AEA bókhaldi aftur fyrir árið 2008, en það ár var ný flokkun atvinnugreina tekin í gagnið. Til viðbótar er mun erfiðara að tryggja magn og gæði eftir því sem gögnin eru eldri.

Svíþjóð og Finnland hafa ekki skilað gögnum aftur til 1995. Einnig vantar tölur fyrir 2016 frá Noregi. Áætlað gildi er sýnt, en merkt með x.

Losun koltvísýrings frá heimilum á einstakling á Íslandi sambærileg við meðal losun frá heimilum innan ESB.
Ísland er í níunda til ellefta sæti þegar losun koltvísýrings sem kemur frá rekstri heimila er borin saman við ríki innan ESB og EFTA. Þessi losun kemur til vegna notkunar einkabíla og eldsneytis til hitunar eða eldunar.

Landið í fyrsta sæti losar mest á hvern einstakling. Þar sem tölur vantar fyrir 2016 er gildið fyrir 2015 notað í staðinn. Þessi gildi eru merkt með x.

Hjá heimilum í löndum sem eru í sex efstu sætum á listanum fer hitun fram með bruna á gasi í húsakynnum, sem þýðir að losun reiknast inn í rekstur heimilanna. Á síðustu árum hefur hitun hins vegar færst úr heimakeyrðri kyndingu yfir í miðlægar orkustöðvar, sem þýðir að koltvísýringsfótsporið færist af heimilum yfir á losunarbókhald orkuveitna.

Losun koltvísýrings frá heimilum á einstakling
Sæti 2016Land200820092010201120122013201420152016
1Lúxemborg3,703,463,443,113,022,952,702,932,91
2Írland3,203,093,072,762,652,682,492,532,58
3Belgía2,742,682,822,442,382,552,242,332,46
4Sviss2,672,602,692,372,472,522,232,242,2
5Holland2,302,272,482,162,202,251,921,982,02
6Bretland2,342,252,352,012,142,131,911,952,00
7Kýpur2,202,212,172,172,021,861,821,912,17
8Frakkland2,022,002,041,841,921,911,731,791,81
9Ísland1,861,901,821,761,711,701,641,691,73
10Ítalía1,971,941,951,861,771,721,591,641,72
11Austurríki1,811,751,841,721,731,711,561,601,62
12Slóvenía1,711,691,721,651,611,551,421,471,43
13Spánn1,531,471,481,341,291,301,351,441,56
14Úngverjaland1,631,651,571,441,371,301,301,431,51
15Danmörk1,731,671,711,591,541,501,331,411,40
20Finnland1,431,341,341,191,191,161,161,141,24
22Svíþjóð1,171,121,121,040,990,970,960,960,91
24Noregur1,041,031,081,031,000,990,950,920,9
ESB meðaltal1,851,821,871,711,721,731,591,641,69

† Gildi er áætlað, þar sem niðurstöður hafa ekki verið birtar.

Þessi tilfærsla skýrir að hluta lækkun í gildi fyrir heimili í Lúxemborg um 21% frá 2008. Þróun innan Evrópu er almennt í átt að lægri losun, þó svo að löndum hafi tekst það mis vel . Þessi þróun gæti skýrst af endurnýjun bílaflotans í Evrópu. Bílar hafa náð betri nýtingu eldsneytis frá árinu 2005, en eldsneytisnýting bíla versnaði að meðaltali frá 1985 til 2005 áður en hún lagaðist aftur. Það er einnig athyglisvert að losun hefur almennt hækkað frá árinu 2014, líkt og gerst hefur á Íslandi.

Losun á einstakling frá heimilum hærri á Íslandi en á Norðurlöndum
Losun á hvern einstakling frá íslenskum heimilum hefur verið hærri en hjá hinum Norðurlöndunum frá árinu 2008. Hæst náði gildið 1,96 tonni á einstakling árið 2007 en lækkaði um 19% og var 1,64 tonn árið 2014. Losun 1,64 tonna af koltvísýringi er svipuð og þegar meðalfjölskyldubíll er ekinn 8.000 km. Danir hafa dregið mest úr losun frá heimilum eða um 0,33 tonnum á einstakling frá 2008.

Svíþjóð og Finnland hafa ekki skilað gögnum aftur til 1995. Einnig vantar tölur fyrir 2016 frá Noregi. Áætlað gildi er sýnt, en merkt með x.

Íslensk heimili hafa náð nokkrum árangri frá árinu 2008, en gildið fyrir 2016 er þrátt fyrir það heldur hærra en það var árið 1995. Aukin losun á árunum 1995-2007 er svipuð og var almennt í hagkerfinu og hélst hún í hendur við aukna neyslu. Að sama skapi fylgir lækkun eftir hrun nokkuð breytingu á efnahag heimilanna. Búast má við að rafvæðing bílaflota heimila eigi eftir að lækka losun frá heimilunum.

Um losunarbókhald hagkerfisins
Tölur um losun gróðurhúsalofttegunda frá hagkerfi Íslands gefa aðra mynd en umhverfis skýrsla Íslands, sem Umhverfisstofnun gefur út. Sú skýrsla (National Inventory Report, NIR) er gildandi uppgjör gagnvart loftslagsbókunum sem Ísland er aðili að. NIR skýrslan gerir grein fyrir losun innan landsvæðis Íslands, óháð þjóðerni. Hagstofa Íslands sér um að skila losunarbókhaldi fyrir hagkerfi Íslands (Air Emission Account) til evrópsku hagstofunnar (Eurostat). AEA bókhaldið tekur fyrir alla losun sem íslensk fyrirtæki og heimili standa bak við óháð staðsetningu. Báðir reikningarnir fylgja aðferðum samstarfshóps um loftslagsmál (IPCC). Hægt er að lesa um muninn milli AEA og IPCC í frétt frá 26. október sl.

Talnaefni
Lýsigögn

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1278 , netfang umhverfi@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.