FRÉTT UMHVERFI 03. MAÍ 2022

Heildarlosun frá hagkerfi Íslands og heimilum fór úr 5.304 kílótonnum árið 2020 í 5.488 kílótonn árið 2021, sem samsvarar um 3,5% aukningu. Losun dróst mikið saman milli áranna 2019 og 2020, úr 6.534 kílótonnum í 5.304 kílótonn eða um 18,8%. Þessi mikla breyting kemur fyrst og fremst vegna mikilla rekstrarerfiðleika í flugrekstri í kjölfar samgöngutakmarkana og viðbragða við kórónuveirufaraldrinum.

Í nýútgefnu loftslagsbókhaldi Íslands, sem Umhverfisstofnun tekur saman í samræmi við skuldbindingar Íslands til loftslagsráðs Sameinuðu þjóðanna, kemur fram að heildarlosun innan Íslands (að undanskilinni losun frá landi og landnotkun) dróst saman um 4,3% frá 2019 til 2020, fór úr 4.713 kílótonnum í 4.510 kílótonn.

Algengur misskilningur á þessum útgefnu tölum kemur til vegna mismunandi umfangs sem tölfræðin nær til. Í losunarbókhaldi hagkerfisins er litið til losunar vegna reksturs íslenskra aðila hvar sem hann á sér stað í heiminum. Í losunarbókhaldi Íslands er eingöngu litið á losun sem á sér stað innan landsvæðis Íslands, sem þýðir að millilandaflug og siglingar eru ekki teknar með í reikninginn. Losunarbókhald Íslands gerir einnig grein fyrir losun vegna landnotkunar og landbreytinga sem eru ekki hluti af rekstri hagkerfisins og telst því ekki með sem losun frá hagkerfi Íslands.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1278 , netfang umhverfi@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.