Hagstofa Íslands hefur í dag gefið út þjóðhagsspá 2011-2016 í ritröð sinni, Hagtíðindum. Í spánni segir m.a. að vöxtur landsframleiðslu verði 2,3% árið 2011 og 2,9% árið 2012. Einkaneysla og fjárfesting aukast á sama tíma, en samneysla heldur áfram að dragast saman. Verðbólga hefur hjaðnað árið 2010 og verður við verðbólgumarkmið Seðlabankans frá og með 2011.

Þjóðhagsspá 2011-2016 - Hagtíðindi