Hagstofa Íslands hefur í dag gefið út þjóðhagsspá á sumri í ritröð sinni, Hagtíðindum. Spáin nær til áranna 2013 til 2018. Í henni er m.a. gert ráð fyrir að landsframleiðsla aukist um 1,7% á þessu ári og 2,7% á því næsta. Einkaneysla eykst minna í ár en í fyrra og fjárfesting dregst saman um 3,6%. Á næsta ári er gert ráð fyrir að einkaneysla taki betur við sér og verði 3% en fjárfesting aukist um 14,1%. Samneysla eykst um hálft prósent á þessu ári, stendur í stað 2014 til 2015 en eykst hægt eftir það.

Vöxtur einkaneyslu og bati á vinnumarkaði var góður á fyrri helmingi 2012 en slakari á seinni hlutanum. Á fyrri helmingi 2013 hefur vinnumarkaður styrkst talsvert en einkaneysla eykst hægt. Verðbólguhorfur hafa batnað allnokkuð en viðskiptakjör hafa versnað lítillega. Fjárfesting eykst á spátímanum að árinu 2013 undanskildu.

Hagstofan gaf síðast út þjóðhagsspá 12. apríl síðastliðinn og er ráðgert að gefa út næstu spá í nóvember 2013.

Þjóðhagsspá, sumar 2013 – Hagtíðindi

Talnaefni