FRÉTT ÞJÓÐHAGSREIKNINGAR 31. ÁGÚST 2021

Samhliða birtingu þjóðhagsreikninga á öðrum ársfjórðungi 2021 birtir Hagstofan nú bráðabirgðatölur* fyrir árið 2020 en áætluð landsframleiðsla út frá ársfjórðungsreikningum var birt 28. febrúar síðastliðinn. Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir 2020 nam landsframleiðsla ársins 2.941 milljarði króna og dróst saman að raungildi um 6,5% frá fyrra ári samanborið við 2,4% vöxt árið áður. Að teknu tilliti til mannfjöldaaukningar, sem nam 1,7%, dróst landsframleiðsla á mann saman um 8% að raungildi árið 2020.

Endurskoðun landsframleiðslu 2018-2019
Almenna reglan við endurskoðun þjóðhagsreikninga er að við útgáfu árstalna, í febrúar og ágúst, eru niðurstöður þriggja ára opnar til endurskoðunar. Eldri niðurstöður teljast endanlegar en þó geta tímaraðir lengra aftur í tímann verið endurskoðaðar ef nauðsynlegt reynist, t.d. vegna breyttrar aðferðafræði. Samhliða birtingu bráðabirgðaniðurstaðna fyrir árið 2020 hafa niðurstöður þjóðhagsreikninga verið endurskoðaðar fyrir árin 2018 og 2019.

Endurskoðun á hagvexti 2018-2020
Magnbreyting frá fyrra ári, % 2018 2019 2020
Ágúst 2021Áður birtMismunur Ágúst 2021Áður birtMismunur Ágúst 2021Áður birtMismunur
Einkaneysla4,84,80,01,91,90,0-3,0-3,30,3
Samneysla4,74,70,03,93,90,04,53,11,4
Fjármunamyndun3,11,21,9-2,1-3,71,6-8,7-6,8-1,9
Þjóðarútgjöld alls4,74,30,41,00,70,3-2,2-1,9-0,3
Útflutningur alls1,71,70,0-4,7-4,60,0-30,2-30,50,3
Innflutningur alls0,90,50,4-8,4-9,30,9-22,5-22,0-0,4
Verg landsframleiðsla4,94,70,22,42,6-0,1-6,5-6,60,1

Á grundvelli bættra upplýsinga hefur meðferð tiltekinna leigusamninga um skip og flugvélar tekið breytingum frá áður útgefnum tölum. Áhrifin koma fram í birtum tölum um utanríkisviðskipti, fjármunamyndun í þjóðhagsreikningum og greiðslujöfnuð við útlönd. Í staðli þjóðhagsreikninga ESA 2010 er gerður greinarmunur á rekstrarleigusamningum og fjármögnunarsamningum. Við mat á því hvað telst til rekstrarleigusamnings og hvað til fjármögnunarleigusamnings er horft til þess hvar hagrænt eignarhald (e. economic ownership) viðkomandi eignar liggur, þ.e. hvort það sé á hendi leigusala eða leigutaka.

Hagrænt eignarhald er ekki það sama og lögformlegt eignarhald (e. legal ownership), sem vísar til þess hver er formlega skráður eigandi viðkomandi eignar, en algengast er að bæði hagrænt og lögformlegt eignarhald sé á sömu hendi. Með hagrænu eignarhaldi er vísað til þess hver beri áhættu af og njóti ávinnings af notkun viðkomandi eignar við framleiðslu vöru eða þjónustu. Breytingar sem gerðar hafa verið á áður útgefnum tölum felast í því að eignir, sem áður voru færðar sem rekstrarleigueignir og gjaldfærður kostnaður af þeim sem taldist með þjónustuviðskiptum við útlönd, eru nú færðar sem fjármunaeignir og teljast með vöruviðskiptum við útlönd.

Þessi breyting hefur áhrif til aukningar vöruinnflutnings og fjármunamyndunar en til lækkunar á innfluttri þjónustu frá útlöndum. Áhrifin munu einnig koma fram í aukningu erlendra skulda og vaxtagreiðslna til útlanda.

Áhrif breyttrar meðferðar eignaleigusamninga 2018-2021
Viðmiðunartímabil Verðlag ársins millj. kr.
Þjónustuinnflutningur Vöruinnflutningur Fjármunamyndun
1. ársfjórðungur 2018 - 4.782   4.782  
2. ársfjórðungur 2018 -106 - -
3. ársfjórðungur 2018 -110 - -
4. ársfjórðungur 2018 -123 - -
1. ársfjórðungur 2019 -245 17.324    17.324   
2. ársfjórðungur 2019 -501 - -
3. ársfjórðungur 2019 -508 - -
4. ársfjórðungur 2019 -504 - -
1. ársfjórðungur 2020 -524 - -
2. ársfjórðungur 2020 -577 - -
3. ársfjórðungur 2020 -562 - -
4. ársfjórðungur 2020 -548 - -
1. ársfjórðungur 2021 -523 - -

*Um tveimur mánuðum eftir að viðmiðunarári lýkur birtir Hagstofa Íslands áætlaða landsframleiðslu fjórða ársfjórðungs næstliðins árs og um leið fyrstu áætlun (e. provisional) um landsframleiðslu ársins í heild. Um er að ræða samtölu ársfjórðungslegra mælinga samkvæmt ráðstöfunaraðferð. Fyrstu niðurstöður sem skilgreindar eru sem bráðabirgðatölur (e. preliminary estimates) eru birtar um 8 mánuðum eftir að viðmiðunarári lýkur. Niðurstöður þjóðhagsreikninga eru skilgreindar sem bráðabirgðatölur þar til um 26 mánuðum eftir að viðmiðunarári lýkur en geta engu að síður tekið breytingum eftir því sem tilefni gefst.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang thjodhagsreikningar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.