FRÉTT ÞJÓÐHAGSREIKNINGAR 21. JÚNÍ 2016

Hagstofan birtir nú niðurstöður tekjuskiptingaruppgjörs fyrir alla fimm megingeira íslenska hagkerfisins ásamt útlöndum yfir árið 2014. Auk þess hafa niðurstöður fyrir árin 2000 til 2013 verið endurskoðaðar að hluta. Uppgjörið felur ekki í sér nýtt mat á vergri landsframleiðslu í heild eða helstu undirliðum hennar heldur er byggt á niðurstöðum ráðstöfunar- og framleiðsluuppgjörs þjóðhagsreikninga. Hér er aftur á móti lögð áhersla á að skrá verðmætastraumana milli megingeira hagkerfisins. Geiraskiptir fjármagnsreikningar eru nú birtir í fyrsta sinn.

Vergur sparnaður heimilageirans nam 3,8% af ráðstöfunartekjum þess geira á árinu 2014 samanborið við 2,5% árið 2013. Verg fjármunamyndun þess geira nam 5,6% af ráðstöfunartekjum ársins 2014 en var 5,2% árið áður. Verg fjármunamyndun fyrirtækja landsins nam 11,3% af VLF árið 2014 samanborið við 10,2% árið 2013. Vergur rekstrarafgangur annarra fyrirtækja en fjármálafyrirtækja nam 40,5% af vinnsluvirði þeirra árið 2014 en 42,1% árið áður.

 

 

 

Tekjuskiptingaruppgjör 2014 - Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang thjodhagsreikningar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.