FRÉTT ÞJÓÐHAGSREIKNINGAR 16. APRÍL 2007

Út eru komin Hagtíðindi í efnisflokknum þjóðhagsreikningar um ráðstöfunartekjur heimilageirans á árunum 1994-2005.

Af helstu niðurstöðum má nefna að heildartekjur heimilageirans eru taldar hafa aukist um 183% árin 1994 til 2005. Heildareigna- og tilfærsluútgjöld hafa aukist heldur meira eða um 256%. Ráðstöfunartekjur heimilanna í heild eru taldar hafa aukist um 149%, eða að meðaltali um 9% á ári. Að teknu tilliti til verðlagsbreytinga og aukningu mannfjölda jókst kaupmáttur á mann um 56% frá árinu 1994 til 2005 og hækkuðu ráðstöfunartekjur á mann að meðaltali um 4,2% á ári. Þróun ráðstöfunarteknanna kemur fram á mynd.

 

Í skýrslunni eru heildarráðstöfunartekjur heimila bornar saman við einkaneyslu heimilanna skv. ráðstöfunaruppgjöri frá árinu 1997 til 2005 og kemur fram að hreinn sparnaður hefur verið neikvæður öll árin. Tilraun er gerð til að greina fjármögnunarflæði heimilanna yfir umrætt tímabil. 

Ráðstöfunartekjur heimilageirans 1994-2005 - Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.