Fyrstu níu mánuði ársins jókst landsframleiðslan um 0,2% að raungildi borið saman við sama tímabil árið 2018. Samdráttur í landsframleiðslu mældist 0,1% á þriðja ársfjórðungi sem skýrist einkum af neikvæðum áhrifum utanríkisviðskipta á hagvöxt. Samdráttur í útflutningi á þjónustu vegur þar þyngst en hann mældist 16,7% á tímabilinu.

Árstíðaleiðrétt landsframleiðsla dróst að raungildi saman um 0,7% milli annars og þriðja ársfjórðungs 2019.

Lítilsháttar samdráttur í landsframleiðslu á 3. ársfjórðungi
Á þriðja ársfjórðungi jukust þjóðarútgjöld, sem eru sam¬tala neyslu og fjárfestingar, um 3,2%. Vöxtur einkaneyslu mældist 2,1%, samneyslu 2,9% og fjármunamyndunar 2,9%. Heildarverðmæti birgða jókst um 9 milljarða króna á verðlagi ársins, sem skýrist aðallega af aukningu í birgðum uppsjávarfisks. Þrátt fyrir aukningu í þjóðarútgjöldum dróst landsframleiðslan saman um 0,1% að raungildi á þriðja ársfjórðungi, borið saman við sama tímabil fyrra árs. Skýrist það fyrst og fremst af neikvæðum áhrifum utanríkisviðskipta á hagvöxt, einkum samdrætti í útflutningi á þjónustu. Stærsti einstaki liðurinn í þjónustuútflutningi er ferðaþjónusta.

Landsframleiðsla á 3. ársfjórðungi 2019
  Verðlag ársins millj. kr. Magnbreyting frá sama tímabili fyrra árs, % Árstíðarleiðrétt magnbreyting frá fyrri ársfjórðungi,%
3.ársfj. 3.ársfj. 1.-3. ársfj 3.ársfj.
Einkaneysla 368.4202,12,01,1
Samneysla 176.1512,92,80,6
Fjármunamyndun 168.9652,9-9,10,5
Birgðabreytingar 9.0811,0
Þjóðarútgjöld alls 722.618 3,2 -0,91,2
Útflutningur vöru og þjónustu 373.978 -12,9 -6,8-3,6
Innflutningur vöru og þjónustu -318.511 -8,6 -9,70,7
Verg landsframleiðsla 778.085 -0,1 0,2-0,7

Meiri samdráttur í útflutningi en innflutningi
Samdráttur mældist í bæði inn- og útflutningi á þriðja ársfjórðungi 2019 borið saman við sama tímabil fyrra árs. Útflutningur dróst saman um 12,9% en samdráttur í innflutningi mældist nokkuð minni, eða 8,6%. Vöru- og þjónustujöfnuður var jákvæður um 55,5 milljarða króna á tímabilinu, borið sama við 75,8 milljarða króna árið 2018, á verðlagi hvors árs. Vöruskiptajöfnuður var neikvæður um 45,8 milljarða króna á 3. ársfjórðungi 2019. Vöruútflutningur nam 151,4 milljörðum króna og vöruinnflutningur nam 197,3 milljörðum króna á sama tímabili. Þjónustujöfnuðurinn var jákvæður um 101,3 milljarða króna á 3. ársfjórðungi 2019. Á tímabilinu nam útflutningur á þjónustu 222,6 milljörðum króna og innflutningur á þjónustu 121,3 milljörðum króna.

Aukin fjármunamyndun einskorðuð við fjárfestingu í íbúðarhúsnæði
Fjármunamyndun jókst að raungildi um 2,9% á 3. ársfjórðungi samanborið við sama tímabil fyrra árs. Samdráttur í atvinnuvegafjárfestingu mældist 5,4% á sama tímabili og samdráttur í fjárfestingu hins opinbera var 16,5%. Aukning í íbúðafjárfestingu mældist aftur á móti 53,6% á 3. ársfjórðungi, borið saman við 3,3% samdrátt á sama tímabili árið 2018. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2019 hefur fjárfesting í íbúðarhúsnæði aukist um 38% að raungildi, borið saman við fyrstu níu mánuði ársins 2018.

Áfram hægur vöxtur einkaneyslu
Vöxtur einkaneyslu mældist 2,1% á þriðja ársfjórðungi en fyrstu þrjá fjórðunga ársins hefur einkaneysla aukist um 2% að raungildi samanborið við sama tímabil fyrra árs. Til samanburðar mældist árlegur vöxtur einkaneyslu 5,5% að meðaltali á fimm ára tímabili, frá 2014 til 2018.

Landsframleiðslan fyrstu níu mánuði ársins 2019
Landsframleiðslan á fyrstu níu mánuðum ársins 2019 jókst um 0,2% að raungildi borið saman við fyrstu níu mánuði ársins 2018. Á sama tíma drógust þjóðarútgjöld saman um 0,9%. Einkaneysla jókst að raungildi um 2,0%, samneysla um 2,8% en fjármunamyndun dróst saman um 9,1%. Útflutningur dróst saman um 6,8% en innflutningur dróst saman um 9,7%.

Talnaefni