FRÉTT ÞJÓÐHAGSREIKNINGAR 04. SEPTEMBER 2009

Út eru komin Hagtíðindi í efnisflokknum þjóðhagsreikningar um landsframleiðslu á 2. ársfjórðungi 2009. Landsframleiðsla er talin hafa dregist saman um 2,0% að raungildi frá 1. ársfjórðungi 2009 til 2. ársfjórðungs 2009. Á sama tíma drógust þjóðarútgjöld saman um 4,3%. Samneysla jókst um 0,5% en einkaneysla dróst saman um 1,2% og fjárfesting um 2,2%. Þá er talið að útflutningur hafi aukist um 0,4% en innflutningur dregist saman um 4,4%. Þessar tölur eru árstíðaleiðréttar og miðast við vöxtinn milli ársfjórðunga, ekki ára.

Landsframleiðslan fyrstu sex mánuði ársins 2009 er talin hafa dregist saman um 5,5% að raungildi samanborið við fyrstu sex mánuði ársins 2008.

Landsframleiðslan á 2. ársfjórðungi 2009 - Hagtíðindi


Talnaefni (sjá Landsframleiðsla eftir ársfjórðungum 1997-2009)

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.