FRÉTT ÞJÓÐHAGSREIKNINGAR 08. MARS 2011

Landsframleiðsla dróst saman að raungildi um 3,5% á árinu 2010 samkvæmt áætlun Hagstofu Íslands. Þetta er verulega minni samdráttur en árið 2009 þegar hann nam 6,9%. Samdrátturinn síðastliðin tvö ár kemur í kjölfar samfellds hagvaxtar frá og með árinu 1993.

Samdráttur þjóðarútgjalda á árinu 2010 varð nokkru minni en samdráttur landsframleiðslu, eða 2,5%. Samdráttur varð í öllum þáttum þjóðarútgjalda, einkaneysla dróst saman um 0,2%, samneysla um 3,2% og fjárfesting um 8,1%. Aftur á móti jókst útflutningur um 1,1% og innflutningur um 3,9%. Þrátt fyrir þessa þróun er verulegur afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum á árinu 2010, eða 162 milljarðar króna.

Landsframleiðslan 2010  - Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.