FRÉTT ÞJÓÐHAGSREIKNINGAR 13. MARS 2008

Út er komið hefti Hagtíðinda í efnisflokknum Þjóðhagsreikningar, þar sem birtar eru áætlanir  Hagstofunnar um landsframleiðslu fyrir allt árið 2007. Fram kemur meðal annars að landsframleiðslan á árinu 2007 varð 1.279 milljarðar króna og jókst að raungildi um 3,8% frá fyrra ári. Þessi vöxtur kemur í kjölfar 4,4% vaxtar á árinu 2006.

Vöxt landsframleiðslunnar á liðnu ári má öðru fremur rekja til verulegs vaxtar útflutnings og aukningar einkaneyslu. Á sama tíma dróst fjárfesting saman og einnig vöruinnflutningur. Þessi þróun er allt önnur en á undanförnum fjórum árum þegar hagvöxtur var drifinn áfram af einkaneyslu og fjárfestingu.

Laun- og fjármagnstekjur frá útlöndum jukust meira en nam aukningu launa- og fjármagnsgjalda til útlanda.  Þessi aukning  og óbreytt viðskiptakjör leiddu  til þess að þjóðartekjur jukust á árinu 2007 mun meira en landsframleiðslan eða um 6,7% samanborið við 1,6% vöxt árið áður.


Landsframleiðslan 2007  - Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.