FRÉTT ÞJÓÐHAGSREIKNINGAR 29. FEBRÚAR 2024

Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu ársins 2023 hefur náð fyrri hæðum og er áætlaður 8,5% samkvæmt fyrstu bráðabirgðatölum ferðaþjónustureikninga, samanborið við 7,5% árið á undan. Á tímabilinu 2016 til 2019, fyrir kórónuveirufaraldurinn, nam hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu að jafnaði 8,2%. Útgáfa ferðaþjónustureikninga, með ítarlegri niðurstöðum, er fyrirhuguð í júní næstkomandi.

Um gögnin
Ferðaþjónustureikningar (e. tourism satellite accounts) eru hliðarreikningar þjóðhagsreikninga og er ætlað að leggja mat á hlut ferðaþjónustunnar í hagkerfinu. Með ferðaþjónustu er átt við þjónustu við bæði innlenda og erlenda ferðamenn hér á landi. Þar sem ferðaþjónustureikningar byggja á niðurstöðum ráðstöfunaruppgjörs og framleiðsluuppgjörs er rétt að árétta að endurskoðanir sem gerðar eru í þeim uppgjörum ná einnig til ferðaþjónustureikninga.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang thjodhagsreikningar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.