FRÉTT ÞJÓÐHAGSREIKNINGAR 21. JANÚAR 2016

Hagstofan birtir nú uppfærðar niðurstöður tekjuskiptingaruppgjörs fyrir alla fimm megingeira íslenska hagkerfisins yfir árin 2000 til 2013. Uppfærslan lýtur að skiptingu vergs rekstrarafgangs milli geira og tekjutilfærslum milli geira vegna lífeyrisskuldbindinga. Þá hafa aðföng fyrir árin 2008-2011 einnig verið leiðrétt.

Meginniðurstöður innlendra geira úr tekjuskiptingaruppgjörinu árið 2013
  S. 11 S. 12 S. 13    S. 14          S. 15       
Verðlag hvers árs, milljónir króna Fyrirtæki önnur        
   en fjármála- Fjármála- Hið   Félaga-
  stofnanir stofnanir  opinbera Heimili  samtök
           
Vinnsluvirði 1.039.980 123.392 294.278 181.337 36.766
Vergur rekstrarafgangur 414.640 44.477 52.088 139.582 -3.519
Vergar þjóðartekjur 301.769 83.386 264.298 1.205.786 -3.502
Vergar ráðstöfunartekjur 264.917 180.292 522.774 866.208 1.383
Leiðréttar vergar ráðstöfunartekjur 264.917 180.292 232.531 1.193.352 -35.518
Vergur sparnaður 264.917 64.105 64.576 32.297 -35.518
Afskrift fjármunaeignar 178.962 5.661 53.941 63.765 6.035
Hreinn sparnaður 85.955 58.444 10.636 -31.468 -41.552

Aðferðafræðilegar breytingar uppgjörsins eru nánar tiltekið eftirfarandi:

  1. Skipting á vergum rekstrarafgangi á milli geiranna fimm var í áður birtum tölum byggð beint á niðurstöðum framleiðsluuppgjörs, eftir fimm stafa ISAT2008 flokkun. Til betri samsvörunar innan tekjuskiptingaruppgjörsins er vergur rekstrarafgangur (ásamt vergum afgangi af eigin rekstri fyrir heimilageirann) nú reiknaður fyrir hvern geira sem:

              B.1g Verg landsframleiðsla
              – D.1 Laun og launatengd gjöld
              – D.2 Skattar á framleiðslu og innflutning
              + D.39 Aðrir framleiðslustyrkir en styrkir á vöru og þjónustu

  1. Í reikningi yfir tekjutilfærslur milli geira hagkerfisins hefur flokkun tryggingagjalda frá heimilageiranum (S.14) til fjármálastofnanna (S.12) verið endurskoðuð með hliðsjón af breytingum frá ESA 1995 staðlinum til ESA 2010. Sú endurskoðun felst í breyttri framsetningu á fjárfestingatekjum lífeyrissjóðakerfisins ásamt rekstrargjöldum þess. Endurskoðunin kemur einnig fram í reikningi yfir skiptingu frumtekna þar sem fjárfestingatekjur lífeyrissjóðskerfisins eru tekjufærðar til S.14 og gjaldfærðar á S.12.

Nánari greining á uppgjörinu verður birt í Hagtíðindahefti í júní næstkomandi, samhliða birtingu niðurstaðna fyrir árið 2014. Vert er að vekja athygli á því að uppgjörið er nú einnig aðgengilegt í gagnagrunni evrópsku Hagstofunnar (Eurostat) á eftirfarandi slóð: http://ec.europa.eu/eurostat/data/database

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang thjodhagsreikningar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.