FRÉTT ÞJÓÐHAGSREIKNINGAR 09. OKTÓBER 2025

Heildarfjáreignir innlendra aðila námu rúmlega 44.068 milljörðum króna við árslok 2024 samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum fjármálareikninga eða sem nemur um 961% af vergri landsframleiðslu (VLF). Heildarskuldbindingar námu um 41.730 milljörðum króna eða 910% af VLF. Hrein fjáreign innlendra aðila var því jákvæð um 2.338 milljarða króna í lok árs 2024 en var jákvæð um 1.595 milljarða árið áður.

Fjáreignir heimilanna stóðu í tæplega 12.639 milljörðum króna og fjárskuldir í rúmlega 3.357 milljörðum í lok árs 2024, samsvarandi um 276% og 73% af VLF. Hreinar fjáreignir heimila jukust á milli ára úr tæpum 8.175 milljörðum króna árið 2023 í rúma 9.281 milljarð árið 2024.

Heildarfjáreignir fyrirtækja annarra en fjármálafyrirtækja námu rúmlega 7.893 milljörðum króna í árslok 2024 en fjárskuldir stóðu í 13.411 milljörðum.

Fjáreignir fjármálafyrirtækja námu um 20.782 milljörðum króna í lok árs 2024 en fjárskuldbindingar voru 20.772 milljarðar.

Í lok árs 2024 námu fjáreignir hins opinbera 2.604 milljörðum króna, eða sem nemur tæplega 57% af VLF, og skuldir tæplega 4.167 milljörðum eða 91% af VLF.

Fjármálaeignir erlendra aðila með innlenda mótaðila stóðu í rúmlega 4.708 milljörðum króna, eða tæplega 103% af VLF í árslok 2024, og skuldbindingar í tæpum 7.023 milljörðum eða 153% af VLF.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 5281100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.