FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 30. JÚNÍ 2010


Aflaverðmæti 35,7 milljarðar króna
Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 35,7 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2010 samanborið við 26,5 milljarða á sama tímabili 2009. Aflaverðmæti hefur því aukist um 9,1 milljarð eða 34,4% á milli ára.

Aflaverðmæti botnfisks var í lok mars orðið 27,4 milljarðar og jókst um 27,6% frá sama tíma í fyrra þegar aflaverðmætið nam tæpum 21,5 milljörðum. Verðmæti þorskafla var um 15,2 milljarðar og jókst um 30% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam rúmum 4,7 milljörðum og jókst um 16,4%, en verðmæti karfaaflans nam tæpum 3,9 milljörðum, sem er 26,2% aukning miðað við fyrsta ársfjórðung 2009. Verðmæti ufsaaflans jókst um 35,7% milli ára og nam tæpum 1,5 milljarði fyrstu þrjá mánuði ársins.

Verðmæti flatfiskafla nam rúmum 2,1 milljarði króna í janúar til mars 2010, sem er 25,5% aukning frá fyrra ári. Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um 83% milli ára og nam tæpum 6 milljörðum.

Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 16,3 milljörðum króna og jókst um 39,7% frá árinu 2009. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands jókst um 45,0% milli ára og var um 5,9 milljarðar. Aflaverðmæti sjófrystingar var 10,4 milljarðar sem 56,1% aukning milli ára.

Verðmæti afla janúar-mars 2010
Milljónir króna Mars Janúar–mars Breyting frá
    2009 2010 2009 2010 fyrra ári í %
Verðmæti alls 10.454,2 14.871,0 26.535,1 35.651,4 34,4
Botnfiskur 8.899,0 11.094,5 21.478,3 27.399,9 27,6

Þorskur

4.581,4 5.664,1 11.662,6 15.160,1 30,0

Ýsa

1.706,0 1.858,7 4.059,9 4.724,5 16,4

Ufsi

474,3 623,2 1.078,4 1.463,4 35,7

Karfi

1.531,8 2.061,7 3.068,4 3.872,7 26,2

Úthafskarfi

0,0 0,0 0,0 0,0 -

Annar botnfiskur

605,6 886,8 1.608,9 2.179,3 35,4
Flatfisksafli 632,2 887,9 1.710,1 2.145,8 25,5
Uppsjávarafli 852,1 2.798,9 3.253,5 5.939,3 82,5

Síld

2,7 6,8 889,8 326,0 -63,4

Loðna

0,0 898,5 340,8 2.494,4 631,9

Kolmunni

774,3 397,6 1.170,8 685,9 -41,4

Annar uppsjávarafli

75,1 1.496,1 852,2 2.433,0 185,5
Skel- og krabbadýraafli 67,5 76,7 82,0 148,1 80,5

Rækja

67,0 76,7 80,0 147,8 84,8

Annar skel- og krabbad.afli

0,6 0,0 2,1 0,3 -85,8
Annar afli 3,3 13,0 11,2 18,3 62,7


Verðmæti afla eftir tegund löndunar janúar-mars 2010
Milljónir króna Mars Janúar–mars Breyting frá
    2009 2010 2009 2010 fyrra ári í %
Verðmæti alls 10454,2 14871,0 26535,1 35651,4 34,4

Til vinnslu innanlands

4345,7 6654,7 11703,6 16344,1 39,7

Í gáma til útflutnings

1202,1 994,4 3228,3 2620,9 -18,8

Landað erlendis í bræðslu

38,0 0,0 110,0 0,0

Sjófryst

3159,4 4843,5 6672,1 10413,1 56,1

Á markað til vinnslu innanlands

1368,8 2149,3 4078,6 5914,0 45,0

Á markað, í gáma til útflutnings*

102,9 313,3

Sjófryst til endurvinnslu innanl.

2,1 28,7 3,8 50,1 1.215,1

Selt úr skipi erlendis

130,3 0,0 200,0 0,0

Fiskeldi

11,5 16,3 18,3 16,4 -10,6
 

Aðrar löndunartegundir

93,3 184,0 207,1 292,8 41,4
*Fyrir árið 2010 er ekki hægt að birta sundurliðaðar tölur um afla sem seldur er í gegnum uppboðsmarkað innanlands og fer síðan í gám til útflutnings (og er unninn í útlöndum).


Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar janúar-mars 2010
Milljónir króna Mars Janúar–mars Breyting frá
    2009 2010 2009 2010 fyrra ári í %
Verðmæti alls 10.454,2 14.871,0 26.535,1 35.651,4 34,4

Höfuðborgarsvæði

1.830,8 2.539,0 4.356,4 6.422,6 47,4

Suðurnes

1.884,8 2.559,6 5.342,9 6.666,7 24,8

Vesturland

715,9 1.058,6 2.005,9 2.341,0 16,7

Vestfirðir

513,7 621,1 1.423,6 1.791,8 25,9

Norðurland vestra

757,3 1.011,4 1.304,6 2.239,5 71,7

Norðurland eystra

1.605,5 2.224,6 3.727,8 4.875,4 30,8

Austurland

941,2 1.796,4 2.602,5 4.317,1 65,9

Suðurland

901,9 2.065,9 2.496,2 4.376,5 75,3
 

Útlönd

1.303,3 994,4 3.275,3 2.620,8 -20,0

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.