Aflaverðmæti 69,7 milljarðar króna
Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 69,7 milljörðum króna á fyrri helming ársins 2011 samanborið við 68,4 milljarða á sama tímabili 2010. Aflaverðmæti hefur því aukist um tæplega 1,3 milljarða króna eða 1,9% á milli ára.

Aflaverðmæti botnfisks var í lok júní orðið 48,4 milljarður og dróst saman um 4,4% frá sama tímabili í fyrra þegar aflaverðmætið nam 50,7 milljörðum króna. Verðmæti þorskafla var um 24,2 milljarðar og dróst saman um 1,6% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam 6,2 milljörðum og dróst saman um 27,7%, en verðmæti karfaaflans nam 6,3 milljörðum, sem er 1,2% aukning frá fyrri helming ársins 2010. Verðmæti ufsaaflans jókst um 13,7% milli ára í tæpa 3,9 milljarða.

Verðmæti flatfiskafla nam tæpum 5,8 milljörðum króna í janúar til júní 2011, sem er 6,4% aukning frá fyrra ári. Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um 20,4% milli ára og nam tæpum 13,3 milljörðum.

Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 33,3 milljörðum króna og jókst um 15,1% frá árinu 2010. Aflaverðmæti sjófrystingar voru 22 milljarðar sem er 0,4% samdráttur milli ára. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands dróst saman um 4,8% milli ára og var um 10,6 milljarðar króna.

Verðmæti afla janúar-júní 2011      
Milljónir króna Júní Janúar–júní Breyting frá
    2010 2011 2010 2011 fyrra ári í %
Verðmæti alls 10.843,3 13.025,0 68.399,8 69.691,5 1,9
Botnfiskur 7.188,2 9.202,9 50.680,9 48.426,3 -4,4
Þorskur 2.487,6 2.556,0 24.608,3 24.210,4 -1,6
Ýsa 955,9 537,1 8.565,8 6.196,0 -27,7
Ufsi 745,9 915,1 3.422,8 3.893,2 13,7
Karfi 416,0 1.216,8 6.249,6 6.324,5 1,2
Úthafskarfi 1.755,7 3.096,9 2.909,5 3.209,3 10,3
Annar botnfiskur 827,1 881,0 4.924,8 4.593,0 -6,7
Flatfisksafli 1.224,9 861,8 5.405,7 5.751,8 6,4
Uppsjávarafli 2.086,6 2.424,3 11.024,2 13.276,7 20,4
Síld 959,5 787,7 1.370,3 1.092,2 -20,3
Loðna 0,0 0,0 2.494,4 8.683,6 248,1
Kolmunni 0,0 1,0 3.131,7 152,2 -95,1
Annar uppsjávarafli 1.127,0 1.635,7 4.027,9 3.348,7 -16,9
Skel- og krabbadýraafli 340,6 426,3 1.200,4 1.501,0 25,0
Rækja 203,5 227,0 788,9 1.039,1 31,7
Annar skel- og krabbad.afli 137,0 199,3 411,5 462,0 12,3
Annar afli 3,1 109,7 88,5 735,6 730,8

Verðmæti afla eftir tegund löndunar janúar-júní 2011    
Milljónir króna Júní Janúar–júní Breyting frá
    2010 2011 2010 2011 fyrra ári í %
Verðmæti alls 10.843,3 13.025,0 68.399,8 69.691,5 1,9
Til vinnslu innanlands 3.774,3 4.375,6 28.968,3 33.342,2 15,1
Í gáma til útflutnings 785,4 525,6 5.196,4 3.122,3 -39,9
Landað erlendis í bræðslu 0,0 0,0 83,6 145,5 74,1
Sjófryst 4.543,2 6.457,2 22.111,7 22.015,1 -0,4
Á markað til vinnslu innanlands 1.564,2 1.584,1 11.105,4 10.572,8 -4,8
Sjófryst til endurvinnslu innanl. 50,8 22,4 141,5 47,6 -66,3
Selt úr skipi erlendis 0,0 0,0 0,0 0,0
Fiskeldi 15,2 0,0 54,7 0,0
  Aðrar löndunartegundir 110,2 60,1 738,1 446,0 -39,6

Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar janúar-júní 2011  
Milljónir króna Júní Janúar–júní Breyting frá
    2010 2011 2010 2011 fyrra ári í %
Verðmæti alls 10.843,3 13.025,0 68.399,8 69.691,5 1,9
Höfuðborgarsvæði 2.130,5 3.095,9 12.971,5 13.148,1 1,4
Suðurnes 1.933,6 2.242,7 12.185,3 12.745,6 4,6
Vesturland 215,9 318,5 3.903,0 4.412,9 13,1
Vestfirðir 552,0 630,1 3.654,0 3.622,8 -0,9
Norðurland vestra 825,5 1.217,6 4.891,4 4.785,3 -2,2
Norðurland eystra 1.568,9 1.779,7 9.697,4 9.811,7 1,2
Austurland 1.628,1 1.578,8 8.586,7 9.307,0 8,4
Suðurland 1.242,9 1.636,2 7.270,3 8.590,2 18,2
  Útlönd 745,8 525,6 5.240,1 3.267,7 -37,6

Talnaefni