FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 22. OKTÓBER 2009


Aflaverðmæti 65 milljarðar króna
Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 65 milljörðum króna á fyrstu sjö mánuðum ársins 2009, samanborið við rúmlega 54 milljarða yfir sama tímabil 2008. Aflaverðmæti hefur því aukist um tæplega 11 milljarða eða 19,7 % á milli ára. Aflaverðmæti í júli nam 11,2 milljörðum króna miðað við 8,9 milljarða í júlí 2008.

Aflaverðmæti botnfisks var í lok júlí orðið 46 milljarðar króna á árinu sem er aukning um 16,5% frá sama tíma í fyrra þegar aflaverðmætið nam rúmum 39 milljörðum. Verðmæti þorskafla var um 21 milljarður og jókst um 6,9% frá árinu 2008. Aflaverðmæti ýsu nam um 9 milljörðum og stóð nokkurn veginn í stað milli ára. Verðmæti karfaaflans nam 5,4 milljörðum, sem er 40,7% aukning frá fyrstu sjö mánuðum ársins 2008, og verðmæti ufsaaflans jókst um 4,2% milli ára í 3,4 milljarða króna. Verðmæti annars botnfisksafla jókst í heild um 35,2% miðað við fyrstu sjö mánuði ársins 2008.

Verðmæti flatfiskafla nam rúmum 6 milljörðum króna í janúar til júlí 2009, sem er 73,5% aukning frá fyrra ári. Verðmæti uppsjávarafla jókst um 15,1% milli ára og nam tæpum 12 milljörðum króna frá janúar til júlí 2009. Munar þar mestu um verðmæti síldarafla sem nam 4,8 milljörðum samanborið við 2,7 milljarð í fyrra og makríl að verðmæti 4,2 milljarðar samanborið við 3 milljarð 2008. Loðnuafli dróst saman um 81,5% og var aflaverðmætið 341 milljónir króna samanborið við 1,8 milljarða árið áður. 
 
Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam um 25 milljörðum króna fyrstu sjö mánuði ársins og jókst um 15,7% frá fyrra ári. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands jókst um 6,9% milli ára og nam 8,6 milljörðum króna. Aflaverðmæti sjófrystingar nam rúmum 21 milljarði, samanborið við 16 milljarða árið áður. Verðmæti afla sem fluttur er út óunninn nam um 7,8 milljörðum, sem er 18,2% aukning miðað við tímabilið janúar til júlí 2008.

Verðmæti afla janúar-júlí 2009    
Milljónir króna Júlí Janúar–júlí Breyting frá
    2008 2009 2008 2009 fyrra ári í %
Verðmæti alls 8.916 11.240 54.204 64.895 19,7
Botnfiskur 4.571 5.737 39.330 45.813 16,5
Þorskur 1.482 1.777 19.412 20.749 6,9
Ýsa 1.114 1.004 8.923 9.021 1,1
Ufsi 812 660 3.246 3.382 4,2
Karfi 608 361 3.885 5.467 40,7
Úthafskarfi 175 1.500 921 3.215 -
Annar botnfiskur 381 436 2.943 3.980 35,2
Flatfisksafli 575 1.216 3.635 6.307 73,5
Uppsjávarafli 3.562 4.034 10.299 11.852 15,1
Síld 1.606 2.092 2.723 4.765 75,0
Loðna 0 0 1.846 341 -81,5
Kolmunni 1 5 2.681 2.573 -4,0
Annar uppsjávarafli 1.955 1.937 3.049 4.173 36,9
Skel- og krabbadýraafli 201 253 922 912 -1,1
Rækja 52 64 222 346 55,8
Annar skel- og krabbad.afli 148 188 700 566 -19,2
Annar afli 8 0 18 11 -41,0

Verðmæti afla eftir tegund löndunar janúar-júlí 2009  
Milljónir króna Júlí Janúar–júlí Breyting frá
    2008 2009 2008 2009 fyrra ári í %
Verðmæti alls 8.916 11.240 54.204 64.895 19,7
Til vinnslu innanlands 3.590 4.476 21.985 25.446 15,7
Í gáma til útflutnings 1.044 1.022 6.615 7.819 18,2
Landað erlendis í bræðslu 28 0 154 199 29,0
Sjófryst 3.300 4.711 15.965 21.239 33,0
Á markað til vinnslu innanlands 700 897 8.035 8.591 6,9
Á markað, í gáma til útflutnings 133 52 733 712 -2,9
Sjófryst til endurvinnslu innanl. 62 0 177 19 -89,2
Selt úr skipi erlendis 0 0 41 263 538,6
Fiskeldi 13 11 57 52 -9,4
  Aðrar löndunartegundir 46 70 442 554 25,4


Þessar upplýsingar byggja á vigtar- og ráðstöfunarskýrslum sem Fiskistofa safnar frá fiskkaupendum. Fyrir árið 2009 er stuðst við bráðabirgðatölur en endanlegar tölur liggja að baki talna fyrir árið 2008 Athuganir benda til þess að endanlegar tölur séu að hámarki 1-2% hærri en bráðabirgðatölur þegar á heildina er litið en fyrir örfáar fisktegundir getur munurinn þó orðið meiri.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.