Aflaverðmæti 23,4 milljarðar króna
Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 23,4 milljörðum króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2011 samanborið við 21,1 milljarð á sama tímabili 2010. Aflaverðmæti hefur því aukist um 2,3 milljarða eða 10,8% á milli ára.

Aflaverðmæti botnfisks var í lok febrúar orðið 13,2 milljarðar og dróst saman um 18,7% frá sama tíma í fyrra þegar aflaverðmætið nam tæpum 16,3 milljörðum króna. Verðmæti þorskafla var um 7,7 milljarðar og dróst saman um 18,3% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam tæpum 1,9 milljörðum og dróst saman um 34,9%, en verðmæti karfaaflans nam 1,7 milljörðum, sem er 6,1% samdráttur frá fyrstu tveimur mánuðum ársins 2010. Verðmæti ufsaaflans dróst saman um 19,4% milli ára í 679 milljónir.

Verðmæti flatfiskafla nam tæpum 1,6 milljörðum króna í janúar til febrúar 2011, sem er 25,4% aukning frá fyrra ári. Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um 143,4% milli ára og nam rúmum 8,4 milljörðum. Má rekja þá verðmætaaukningu til aukins loðnuafla. Verðmæti hans nam 7,3 milljörðum króna og jókst um 357% milli ára.
 
Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 14,5 milljörðum króna og jókst um 44,4% frá árinu 2010. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands dróst saman um 14,9% milli ára og var um 3,2 milljarðar. Aflaverðmæti sjófrystingar var 4,8 milljarðar sem er 15% samdráttur milli ára.

Verðmæti afla janúar-febrúar 2011      
Milljónir króna Febrúar Janúar–febrúar Breyting frá
    2010 2011 2010 2011 fyrra ári í %
Verðmæti alls 12.803,1 14.395,9 21.141,2 23.426,8 10,8
Botnfiskur 9.289,0 7.634,2 16.296,2 13.242,0 -18,7
Þorskur 5.246,7 4.492,0 9.486,5 7.748,1 -18,3
Ýsa 1.584,6 1.034,4 2.863,3 1.862,6 -34,9
Ufsi 444,9 365,1 842,1 679,2 -19,4
Karfi 1.304,5 1.036,8 1.810,6 1.700,8 -6,1
Úthafskarfi 0,0 0,0 0,0 0,0 -
Annar botnfiskur 708,2 705,8 1.293,6 1.251,3 -3,3
Flatfisksafli 730,2 1.231,6 1.258,0 1.578,0 25,4
Uppsjávarafli 2.714,5 5.398,7 3.466,1 8.437,4 143,4
Síld 110,8 0,2 319,2 304,4 -4,6
Loðna 1.596,0 4.747,8 1.596,0 7.285,1 356,5
Kolmunni 9,1 0,2 288,2 0,9 -99,7
Annar uppsjávarafli 998,6 650,5 1.262,6 847,0 -32,9
Skel- og krabbadýraafli 58,7 127,6 103,4 160,5 55,3
Rækja 57,1 125,5 99,9 156,5 56,7
Annar skel- og krabbad.afli 1,5 2,1 3,5 4,0 14,4
Annar afli 10,8 3,8 17,6 9,0 -48,9

Verðmæti afla eftir tegund löndunar janúar-febrúar 2011    
Milljónir króna Febrúar Janúar–febrúar Breyting frá
    2010 2011 2010 2011 fyrra ári í %
Verðmæti alls 12.803,1 14.395,9 21.141,2 23.426,8 10,8
Til vinnslu innanlands 6.106,0 8.821,8 10.012,4 14.459,2 44,4
Í gáma til útflutnings 908,5 454,2 1.626,5 772,3 -52,5
Landað erlendis í bræðslu 0,0 145,5 0,0 145,5
Sjófryst 3.942,5 3.182,1 5.596,8 4.757,9 -15,0
Á markað til vinnslu innanlands 1.756,4 1.744,1 3.766,0 3.204,1 -14,9
Sjófryst til endurvinnslu innanl. 22,4 0,0 22,4 0,0 -100,0
Selt úr skipi erlendis 0,0 0,0 0,0 0,0
Fiskeldi 6,0 0,0 8,2 0,0
  Aðrar löndunartegundir 61,3 48,3 108,7 87,9 -19,2

Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar janúar-febrúar 2011
Milljónir króna Febrúar Janúar–febrúar Breyting frá
    2010 2011 2010 2011 fyrra ári í %
Verðmæti alls 12.803,1 14.395,9 21.141,2 23.426,8 10,8
Höfuðborgarsvæði 2.454,0 1.834,0 3.901,5 3.134,4 -19,7
Suðurnes 2.156,7 2.614,6 4.098,7 4.216,5 2,9
Vesturland 912,2 1.258,3 1.510,7 1.769,8 17,2
Vestfirðir 473,4 567,8 1.186,0 1.104,2 -6,9
Norðurland vestra 982,2 791,0 1.394,0 1.012,8 -27,3
Norðurland eystra 1.624,8 1.924,2 2.655,4 2.965,8 11,7
Austurland 1.826,2 2.647,1 2.600,2 5.073,9 95,1
Suðurland 1.465,1 2.159,3 2.168,2 3.231,6 49,0
  Útlönd 908,4 599,7 1.626,4 917,7 -43,6

Talnaefni