FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 19. APRÍL 2011


Aflaverðmæti 9 milljarðar króna
Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 9 milljörðum króna í janúar 2011 samanborið við 8,3 milljarða í janúar 2010. Aflaverðmæti hefur því aukist um 669 milljónir eða 8% á milli ára.

Aflaverðmæti botnfisks var 5,6 milljarðar og dróst saman um 20,3% frá janúar í fyrra þegar aflaverðmætið nam 7 milljörðum. Verðmæti þorskafla var um 3,2 milljarðar og dróst saman um 23,5% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam 827 milljónum og dróst saman um 35,3% en verðmæti karfaaflans nam 660 milljónum, sem er 30,4% aukning frá janúar 2010. Verðmæti ufsaaflans dróst saman um 20,9% milli ára var 314 milljónir í janúar 2011.

Verðmæti uppsjávarafla nam um 3 milljörðum króna í janúar 2011, sem er um 304% aukning frá fyrra ári. Sú aukning skýrist af loðnuafla að verðmæti 2,5 milljarðar króna, en engin loðna veiddist í janúar 2010. Aflaverðmæti flatfisksafla nam 346 milljónum, sem er 34,4% samdráttur frá janúar 2010.
 
Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 5,6 milljörðum króna í janúar og jókst um 43,8% miðað við janúar 2010. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands dróst saman um 27,4% milli ára og var ríflega 1,5 milljarðar í janúar 2011. Aflaverðmæti sjófrystingar nam tæpum 1,6 milljörðum í janúar og dróst saman um 4,7% milli ára en verðmæti afla sem fluttur er út óunninn nam 315 milljónum, sem er 56,2% samdráttur frá janúar 2010.

Hagstofan hefur endurskoðað bráðabirgðatölur fiskafla ársins 2010. Heildarafli íslenskra skipa var 1.063.326 tonn og aflaverðmætið tæpir 133 milljarðar króna. Þar af var þorskafli 178.516 tonn að verðmæti 44,6 milljarðar króna, ýsuafli  64.942 tonn að verðmæti 15,2 milljarðar króna, síldaraflinn 254.474 tonn að verðmæti 10,9 milljarðar og makrílaflinn 122.031 tonn að verðmæti 7,8 milljarðar króna.

Upplýsingar um afla og aflaverðmæti janúarmánaðar 2011 ásamt endurskoðuðum tölum fyrir árið 2010 er að finna í talnaefni.

Verðmæti afla janúar 2011
Milljónir króna Janúar Breyting frá
    2010 2011 fyrra ári í %
Verðmæti alls 8.338,1 9.007,2 8,0
Botnfiskur 7.007,2 5.588,1 -20,3
Þorskur 4.239,7 3.242,0 -23,5
Ýsa 1.278,8 826,9 -35,3
Karfi 506,1 659,8 30,4
Ufsi 397,2 314,1 -20,9
Annar botnfiskur 585,4 545,3 -6,9
Flatfisksafli 527,8 346,2 -34,4
Uppsjávarafli 751,6 3.038,7 304,3
Síld 208,4 304,2 46,0
Loðna 0,0 2.537,2
Kolmunni 279,1 0,7 -99,7
Annar uppsjávarafli 264,0 196,5 -25,6
Skel- og krabbadýraafli 44,7 29,7 -33,7
Rækja 42,8 27,8 -35,0
Annar skel- og krabbad.afli 2,0 1,9 -5,3
Annar afli 6,8 4,6 -32,8

Verðmæti afla eftir tegund löndunar janúar 2011
Milljónir króna Janúar Breyting frá
    2010 2011 fyrra ári í %
Verðmæti alls 8.338,1 9.007,2 8,0
Til vinnslu innanlands 3.906,4 5.617,1 43,8
Í gáma til útflutnings 718,0 314,6 -56,2
Landað erlendis í bræðslu 0,0 0,0
Sjófryst 1.654,3 1.575,8 -4,7
Á markað til vinnslu innanlands 2.009,7 1.460,0 -27,4
Sjófryst til endurvinnslu innanl. 0,1 0,0
Selt úr skipi erlendis 0,0 0,0
Fiskeldi 2,2 0,0
  Aðrar löndunartegundir 47,4 39,7 -16,4

Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar janúar 2011
Milljónir króna Janúar Breyting frá
    2010 2011 fyrra ári í %
Verðmæti alls 8.338,1 9.007,2 8,0
Höfuðborgarsvæði 1.447,5 1.299,3 -10,2
Suðurnes 1.942,0 1.601,9 -17,5
Vesturland 598,5 511,5 -14,5
Vestfirðir 712,7 532,6 -25,3
Norðurland vestra 411,9 221,8 -46,1
Norðurland eystra 1.030,6 1.041,9 1,1
Austurland 774,0 2.415,2 212,0
Suðurland 703,1 1.068,4 52,0
  Útlönd 718,0 314,6 -56,2

Talnaefni


 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.