Aflaverðmæti 132 milljarðar króna
Bráðabirgðatölur yfir aflaverðmæti íslenskra skipa  á árinu 2010 hafa verið leiðréttar með hliðsjón af villu í áður birtum tölum frá 23. mars 2011 yfir heildarverðmæti loðnuaflans. Hér á eftir birtist leiðrétt frétt ásamt yfirlitstöflu.

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam rúmum 132 milljörðum króna á árinu 2010 samanborið við rúma 115 milljarða á árinu 2009. Aflaverðmæti hefur því aukist um tæpa 17 milljarða eða 14,7% á milli ára.

Aflaverðmæti botnfisks var 93,5 milljarðar króna á árinu 2010 og jókst um 13,6% frá fyrra ári þegar aflaverðmætið nam 82,3 milljörðum. Verðmæti þorskafla var um 44,6 milljarðar og jókst um 20,8% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam 15,2 milljörðum og dróst saman um 1% milli ára. Verðmæti karfaaflans nam 12 milljörðum, sem er 20% aukning frá árinu 2009. Verðmæti ufsaaflans jókst um 9,2% milli ára og nam 8,5 milljörðum á árinu 2010. Verðmæti annars botnfisks jókst í heild um 7,9% milli ára

Verðmæti flatfiskafla nam tæpum 9,2 milljörðum króna á árinu 2010, sem er 6,6% samdráttur frá fyrra ári. Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um 26,4% milli ára og nam 27 milljörðum. Verðmæti síldaraflans á árinu 2010 nam tæpum 10,9 milljörðum sem er 14,6% samdráttur frá árinu 2009. Verðmæti makríls nam 7,8 milljörðum á árinu 2010 samanborið við 4,5 milljarða árið áður.

Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 53,8 milljörðum króna á árinu 2010 og jókst um 25,5% frá fyrra ári. Aflaverðmæti sjófrystingar var 49,3 milljarðar, sem er 19,1% aukning milli ára. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands jókst um 22,9% milli ára og var um 18,8 milljarðar.

Verðmæti afla janúar-desember 2010
Milljónir króna Desember Janúar–desember Breyting frá
    2009 2010 2009 2010 fyrra ári í %
Verðmæti alls 8.821,1 8.285,9 115.454,1 132.406,1 14,7
Botnfiskur 7.322,3 6.718,8 82.250,5 93.454,9 13,6
Þorskur 3.563,5 3.254,8 36.901,1 44.586,0 20,8
Ýsa 950,1 918,5 15.390,8 15.229,7 -1,0
Karfi 896,2 1.107,8 10.011,1 12.015,4 20,0
Ufsi 1.075,2 662,0 7.813,4 8.530,3 9,2
Annar botnfiskur 837,3 775,8 12.134,0 13.093,5 7,9
Flatfisksafli 647,2 607,5 9.812,0 9.167,3 -6,6
Uppsjávarafli 817,7 886,8 21.468,2 27.143,1 26,4
Síld 652,4 702,6 12.768,2 10.899,0 -14,6
Loðna 0,0 142,9 412,3 2.637,3 539,6
Kolmunni 7,7 3,1 2.707,4 3.265,2 20,6
Annar uppsjávarafli 157,6 38,3 5.580,3 10.341,6 85,3
Skel- og krabbadýraafli 33,5 70,0 1.886,6 2.524,9 33,8
Rækja 24,4 62,0 925,9 1.481,2 60,0
Annar skel- og krabbad.afli 9,1 8,0 960,8 1.043,6 8,6
Annar afli 0,4 2,7 36,7 115,9 215,8

Verðmæti afla eftir tegund löndunar janúar-desember 2010
Milljónir króna Desember Janúar–desember Breyting frá
    2009 2010 2009 2010 fyrra ári í %
Verðmæti alls 8.821,1 8.285,9 115.454,1 132.406,1 14,7
Til vinnslu innanlands 2.969,1 2.873,5 42.974,6 53.948,5 25,5
Í gáma til útflutnings 735,4 304,9 13.174,5 8.841,5 -32,9
Landað erlendis í bræðslu 0,0 6,7 392,0 92,6 -76,4
Sjófryst 3.789,5 3.894,4 41.395,0 49.298,4 19,1
Á markað til vinnslu innanlands 1.258,7 1.179,2 15.303,8 18.814,6 22,9
Á markað, í gáma til útflutnings* 0,0 0,0 1.016,3
Sjófryst til endurvinnslu innanl. 4,6 0,9 44,3 270,9 511,1
Selt úr skipi erlendis 27,8 0,0 291,1 0,0
Fiskeldi 2,6 0,0 104,5 72,7 -30,4
  Aðrar löndunartegundir 33,3 26,3 758,0 1.066,9 40,8
*Fyrir árið 2010 er ekki hægt að birta sundurliðaðar tölur um afla  sem seldur er í gegnum uppboðsmarkað innanlands og fer síðan í gám til útflutnings (og er unninn í útlöndum).

Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar janúar-desember 2010
Milljónir króna Desember Janúar–desember Breyting frá
    2009 2010 2009 2010 fyrra ári í %
Verðmæti alls 8.821,1 8.285,9 115.454,1 132.406,1 14,7
Höfuðborgarsvæði 1.983,1 1.975,6 20.926,7 24.833,8 18,7
Suðurnes 1.734,6 1.577,5 20.114,7 22.936,6 14,0
Vesturland 395,5 280,5 5.049,2 5.427,7 7,5
Vestfirðir 614,3 477,9 5.957,9 7.025,0 17,9
Norðurland vestra 781,4 655,5 8.062,0 9.738,4 20,8
Norðurland eystra 1.419,8 1.596,2 17.258,2 22.144,5 28,3
Austurland 551,6 732,6 14.096,8 17.363,7 23,2
Suðurland 577,4 678,5 10.568,7 14.300,3 35,3
  Útlönd 763,3 311,6 13.419,8 8.636,1 -35,6

Talnaefni