Aflaverðmæti 46,1 milljarður króna
Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 46,1 milljarði króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2011 samanborið við 46,5 milljarða á sama tímabili 2010. Aflaverðmæti hefur því dregist saman um 382 milljónir eða 0,8% á milli ára.

Aflaverðmæti botnfisks var í lok apríl orðið 30,7 milljarðar og dróst saman um 12,7% frá sama tíma í fyrra þegar aflaverðmætið nam 35,1 milljarði króna. Verðmæti þorskafla var um 17,2 milljarðar og dróst saman um 7,4% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam 4,6 milljörðum og dróst saman um 23,5%, en verðmæti karfaaflans nam 4,1 milljarði, sem er 23,4% samdráttur frá fyrstu fjórum mánuðum ársins 2010. Verðmæti ufsaaflans dróst saman um 2,8% milli ára í 2 milljarða.

Verðmæti flatfiskafla nam rúmum 3,5 milljörðum króna í janúar til apríl 2011, sem er 15,2% aukning frá fyrra ári. Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um 62,3% milli ára og nam tæpum 10,9 milljörðum. Má rekja þá verðmætaaukningu til aukins loðnuafla. Verðmæti hans nam 8,7 milljörðum króna og jókst um 248% milli ára.

Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 24,6 milljörðum króna og jókst um 17,4% frá árinu 2010. Aflaverðmæti sjófrystingar var rúmir 12,3 milljarðar sem er 11,7% samdráttur milli ára. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands dróst saman um 9,2% milli ára og var um 6,8 milljarðar.

Verðmæti afla janúar-apríl 2011      
Milljónir króna Apríl Janúar–apríl Breyting frá
    2010 2011 2010 2011 fyrra ári í %
Verðmæti alls 10.095,1 8.650,9 46.485,9 46.103,4 -0,8
Botnfiskur 7.559,9 7.294,5 35.122,7 30.666,7 -12,7

Þorskur

3.274,2 3.369,8 18.540,1 17.164,2 -7,4

Ýsa

1.272,0 1.222,6 6.029,4 4.614,2 -23,5

Ufsi

605,3 766,8 2.071,3 2.014,2 -2,8

Karfi

1.447,8 1.269,3 5.321,0 4.074,1 -23,4

Úthafskarfi

0,0 0,0 0,0 0,0 -

Annar botnfiskur

960,7 666,0 3.160,9 2.800,0 -11,4
Flatfisksafli 893,6 686,5 3.067,2 3.534,6 15,2
Uppsjávarafli 1.426,4 74,5 7.830,8 10.852,4 38,6

Síld

0,0 0,0 326,1 304,4 -6,6

Loðna

0,0 0,0 2.494,4 8.683,6 248,1

Kolmunni

1.424,0 74,5 2.109,8 151,3 -92,8

Annar uppsjávarafli

2,4 0,0 2.900,5 1.713,1 -40,9
Skel- og krabbadýraafli 185,9 359,0 405,8 704,3 73,6

Rækja

140,1 291,4 354,1 630,8 78,1

Annar skel- og krabbad.afli

45,7 67,6 51,7 73,6 42,4
Annar afli 29,3 236,5 59,4 345,5 481,8Verðmæti afla eftir tegund löndunar janúar-apríl 2011
Milljónir króna Apríl Janúar–apríl Breyting frá
    2010 2011 2010 2011 fyrra ári í %
Verðmæti alls 10.095,1 8.650,9 46.485,9 46.103,4 -0,8

Til vinnslu innanlands

4.030,9 3.047,7 20.964,0 24.605,4 17,4

Í gáma til útflutnings

831,5 574,4 3.453,8 1.993,3 -42,3

Landað erlendis í bræðslu

74,9 0,0 74,9 145,5 94,1

Sjófryst

3.505,9 3.536,7 13.946,2 12.311,3 -11,7

Á markað til vinnslu innanlands

1.496,0 1.444,1 7.515,8 6.827,5 -9,2

Sjófryst til endurvinnslu innanl.

23,2 0,0 74,4 0,0

Selt úr skipi erlendis

0,0 0,0 0,0 0,0

Fiskeldi

4,8 0,0 31,0 0,0
 

Aðrar löndunartegundir

127,8 47,9 425,8 220,4 -48,2Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar janúar-apríl 2011
Milljónir króna Apríl Janúar–apríl Breyting frá
    2010 2011 2010 2011 fyrra ári í %
Verðmæti alls 10.095,1 8.650,9 46.485,9 46.103,4 -0,8

Höfuðborgarsvæði

2.405,4 1.983,4 9.032,0 7.801,6 -13,6

Suðurnes

1.673,9 1.513,1 8.334,1 8.402,6 0,8

Vesturland

502,2 435,5 3.075,9 3.216,0 4,6

Vestfirðir

570,0 525,4 2.416,4 2.271,3 -6,0

Norðurland vestra

713,5 929,0 3.118,9 2.844,6 -8,8

Norðurland eystra

1.284,8 1.475,9 6.171,7 6.323,8 2,5

Austurland

1.195,1 463,9 5.730,5 7.112,5 24,1

Suðurland

843,7 750,3 5.077,8 5.992,4 18,0
 

Útlönd

906,4 574,4 3.528,6 2.138,7 -39,4

Talnaefni