FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 04. JANÚAR 2017

Í september 2016 var aflaverðmæti íslenskra skipa tæplega 12,2 milljarðar króna sem er samdráttur um 1,9% samanborið við september 2015. Verðmæti botnfiskafla nam tæpum 6,9 milljörðum og dróst saman um tæp 20% frá fyrra ári. Uppistaðan í verðmæti botnfiskaflans var þorskur en verðmæti hans nam tæpum 4,5 milljörðum í september sem er tæpum 1,1 milljarði minna en í september 2015. Verðmæti uppsjávarafla jókst hins vegar á milli ára, nam tæpum 4,5 milljörðum sem er 52,6% meira en í september 2015, munar þar mestu um aukinn makrílafla. Einnig varð tæplega 22% aukning í verðmæti flatfiskafla sem nam 621 milljónum króna í september. Aflaverðmæti skelfisks dróst saman um 45% og nam 215 milljónum samanborið við 394 milljónir í september 2015.

Á 12 mánaða tímabili frá október 2015 til september 2016 var aflaverðmæti 137,6 milljarðar króna sem er 10% samdráttur miðað við sama tímabil ári fyrr. Munar þar mestu um 29% samdrátt í aflaverðmæti uppsjávartegunda.

Verðmæti afla okt. 2015–sept. 2016
Milljónir króna September Október-september
  2015 2016 % 2014-2015 2015-2016 %
             
Verðmæti alls 12.410,4 12.180,2 -1,9 152.829,8 137.603,9 -10,0
             
Botnfiskur 8.580,4 6.877,5 -19,8 102.254,6 97.538,9 -4,6
Þorskur 5.563,9 4.448,4 -20,0 59.112,6 60.269,2 2,0
Ýsa 902,5 755,4 -16,3 11.296,3 9.955,1 -11,9
Ufsi 604,2 507,6 -16,0 10.058,5 8.911,4 -11,4
Karfi 1.115,4 847,2 -24,0 14.044,7 12.148,2 -13,5
Úthafskarfi 0,0 0,0 568,0 597,4 5,2
Annar botnfiskur 394,3 318,9 -19,1 7.174,5 5.657,6 -21,1
Flatfisksafli 509,8 621,0 21,8 9.105,4 9.930,4 9,1
Uppsjávarafli 2.926,3 4.466,8 52,6 37.301,7 26.467,1 -29,0
Síld 1.140,8 1.035,6 -9,2 8.858,5 5.643,9 -36,3
Loðna 0,0 0,0 12.722,1 4.947,9 -61,1
Kolmunni 24,8 44,7 80,4 5.300,7 5.549,1 4,7
Makríll 1.760,6 3.386,5 92,3 10.416,4 10.326,2 -0,9
Annar uppsjávarafli 0,1 0,0 4,1 0,1 -97,9
Skel- og krabbadýraafli 393,9 214,9 -45,4 4.168,0 3.667,5 -12,0
Humar 95,2 68,9 -27,6 810,9 926,1 14,2
Rækja 275,7 100,0 -63,7 3.172,9 2.365,2 -25,5
Annar skel- og krabbad.afli 23,0 46,0 99,7 184,2 376,2 104,2
Annar afli 0,0 0,0 0,0 0,0
Verðmæti afla eftir tegund löndunar okt. 2015–sept. 2016
Milljónir króna September Október-september
  2015 2016 % 2014-2015 2015-2016 %
             
Verðmæti alls 12.410,4 12.180,2 -1,9 152.829,8 137.603,9 -10,0
             
Til vinnslu innanlands 7.101,5 6.390,0 -10,0 81.681,6 71.668,4 -12,3
Á markað til vinnslu innanlands 1.648,7 1.557,9 -5,5 20.277,5 20.104,1 -0,9
Sjófryst til endurvinnslu innanlands 33,4 0,0 159,2 24,3 -84,7
Í gáma til útflutnings 404,0 512,3 26,8 4.660,0 5.280,8 13,3
Sjófryst 3.194,9 3.629,4 13,6 45.382,0 39.385,2 -13,2
Aðrar löndunartegundir 27,9 90,6 224,4 669,6 1.141,1 70,4
Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar okt. 2015–sept. 2016
Milljónir króna September Október-september
  2015 2016 % 2014-2015 2015-2016 %
             
Verðmæti alls 12.410,4 12.180,2 -1,9 152.829,8 137.603,9 -10,0
             
Höfuðborgarsvæði 2.983,3 2.336,9 -21,7 37.806,6 35.366,5 -6,5
Vesturland 551,8 445,9 -19,2 7.197,5 6.593,3 -8,4
Vestfirðir 621,2 572,5 -7,8 8.315,3 7.861,7 -5,5
Norðurland vestra 761,4 741,0 -2,7 10.159,4 9.459,9 -6,9
Norðurland eystra 1.897,9 2.714,9 43,1 19.373,5 17.116,4 -11,7
Austurland 1.739,0 2.113,3 21,5 24.344,4 18.943,7 -22,2
Suðurland 1.148,8 1.131,0 -1,5 15.172,5 13.034,6 -14,1
Suðurnes 2.280,2 1.537,7 -32,6 25.246,8 22.991,0 -8,9
Útlönd 426,8 587,1 37,6 5.213,8 6.236,9 19,6

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.