FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 01. MARS 2017

Í nóvember 2016 var aflaverðmæti íslenskra skipa 10,2 milljarðar króna sem er samdráttur um 16,8% samanborið við nóvember 2015. Verðmæti botnfiskafla nam 7,7 milljörðum og dróst saman um 14,2% frá fyrra ári. Uppistaðan í verðmæti botnfiskaflans var þorskur en verðmæti hans nam 5,5 milljörðum sem er 2,6% minna en í nóvember 2015. Verðmæti uppsjávarafla dróst einnig saman á milli ára, nam tæpum 1,9 milljörðum sem er 21,2% minna en í nóvember 2015. Verðmæti flatfiskafla dróst saman um 25,5% og nam 522 milljónum króna í nóvember. Aflaverðmæti skelfisks dróst saman um 50,8% og nam um 88 milljónum samanborið við tæpar 179 milljónir í nóvember 2015.

Á 12 mánaða tímabili frá desember 2015 til nóvember 2016 var aflaverðmæti 134,9 milljarðar króna sem er 10,5% samdráttur miðað við sama tímabil ári fyrr. Verðmæti botnfiskafla dróst saman um 7,4 milljarða á milli tímabila. Verðmæti uppsjávartegunda dróst einnig saman á milli þessara 12 mánaða tímabila, vegur þar þyngst 7,7 milljarða samdráttur á verðmæti loðnuafla.

Verðmæti afla desember 2015–nóvember 2016
Milljónir króna Nóvember Desember-nóvember
  2015 2016 % 2014-2015 2015-2016 %
             
Verðmæti alls 12.256,8 10.200,7 -16,8 150.819,2 134.944,8 -10,5
             
Botnfiskur 8.989,4 7.709,3 -14,2 102.190,1 94.759,6 -7,3
Þorskur 5.650,7 5.502,6 -2,6 59.906,1 59.573,0 -0,6
Ýsa 963,9 701,6 -27,2 11.290,4 9.592,5 -15,0
Ufsi 651,9 388,3 -40,4 9.696,5 8.476,3 -12,6
Karfi 1.205,8 833,8 -30,8 13.816,0 11.210,5 -18,9
Úthafskarfi 0,0 0,0 568,0 597,4 5,2
Annar botnfiskur 517,0 282,9 -45,3 6.913,1 5.309,9 -23,2
Flatfisksafli 700,8 522,1 -25,5 9.518,0 9.401,6 -1,2
Uppsjávarafli 2.387,9 1.881,4 -21,2 35.004,4 27.270,2 -22,1
Síld 1.919,9 1.772,7 -7,7 6.175,1 6.280,4 1,7
Loðna 0,0 0,0 12.661,7 4.947,9 -60,9
Kolmunni 464,5 108,7 -76,6 5.803,7 5.157,6 -11,1
Makríll 3,5 0,0 10.359,7 10.884,2 5,1
Annar uppsjávarafli 0,0 0,0 4,1 0,1 -97,9
Skel- og krabbadýraafli 178,8 87,9 -50,8 4.106,8 3.513,4 -14,4
Humar 16,0 9,1 -43,5 807,4 891,2 10,4
Rækja 132,1 43,1 -67,4 3.102,3 2.229,2 -28,1
Annar skel- og krabbad.afli 30,7 35,8 16,7 197,1 393,0 99,4
Annar afli 0,0 0,0 0,0 0,0
Verðmæti afla eftir tegund löndunar desember 2015–nóvember 2016
Milljónir króna Nóvember Desember-nóvember
  2015 2016 % 2014-2015 2015-2016 %
             
Verðmæti alls 12.256,8 10.200,7 -16,8 150.819,2 134.944,8 -10,5
             
Til vinnslu innanlands 6.522,5 5.454,5 -16,4 81.202,5 70.541,4 -13,1
Á markað til vinnslu innanlands 1.642,7 1.455,2 -11,4 20.218,3 19.842,7 -1,9
Sjófryst til endurvinnslu innanlands 0,0 0,0 183,5 0,0
Í gáma til útflutnings 445,0 348,3 -21,7 4.711,2 5.206,7 10,5
Sjófryst 3.616,9 2.913,6 -19,4 43.846,4 38.221,9 -12,8
Aðrar löndunartegundir 29,8 29,0 -2,5 657,3 1.132,0 72,2
Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar desember 2015–nóvember 2016
Milljónir króna Nóvember Desember-nóvember
  2015 2016 % 2014-2015 2015-2016 %
             
Verðmæti alls 12.256,8 10.200,7 -16,8 150.819,2 134.944,8 -10,5
             
Höfuðborgarsvæði 2.878,7 2.387,6 -17,1 37.891,4 33.794,4 -10,8
Vesturland 496,1 536,8 8,2 7.206,6 6.759,7 -6,2
Vestfirðir 622,1 681,0 9,5 8.065,0 7.814,5 -3,1
Norðurland vestra 900,5 571,8 -36,5 10.257,5 9.030,1 -12,0
Norðurland eystra 1.614,8 1.485,6 -8,0 18.239,0 17.369,6 -4,8
Austurland 1.700,5 1.205,1 -29,1 23.870,4 18.234,9 -23,6
Suðurland 1.053,6 1.050,1 -0,3 14.986,3 13.131,9 -12,4
Suðurnes 2.515,3 1.921,5 -23,6 25.117,0 22.679,8 -9,7
Útlönd 475,3 361,2 -24,0 5.185,9 6.129,8 18,2

Talnaefni

 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.