Út er komið ritið Útflutningur og útflutningsframleiðsla sjávarafurða 2008. Í ritinu kemur m.a. fram að á árinu 2008 nam verðmæti útflutningsframleiðslu sjávarafurða 181 milljarði króna og jókst um 42,3% frá fyrra ári. Framleiðslan mæld á föstu verði dróst hins vegar saman um 1,5%. Fluttar voru út sjávarafurðir að verðmæti 171,3 milljarðar króna og jókst verðmæti þeirra milli ára um 34,3%, en í magni um 12,5%. Útflutt afurðaverðmæti allra aflategunda nema skel- og krabbadýrum og flatfiski jókst frá fyrra ári. Líkt og undanfarin ár skiluðu frystar afurðir um helmingi útflutningsverðmætis. Af einstökum afurðum vóg verðmæti blautverkaðs saltfisks úr þorski mest, 14 milljarða króna. Af heildarútflutningi sjávarafurða fór 79% til Evrópska efnahagssvæðisins, 6,3% til Asíu 6,2% og 5,6% til Norður Ameríku.
Útflutningur og útflutningsframleiðsla sjávarafurða 2008 - Hagtíðindi
Talnaefni
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.isDeila
Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.