Í fyrra lönduðu erlend skip 62.125 tonnum af fiski til vinnslu hér á landi sem er tæpu 21 þúsundi tonna minna magn en árið 2011. Verðmæti aflans nam 7,1 milljarði króna sem er samdráttur um tæplega 2,8 milljarða króna frá fyrra ári. Minna var flutt inn af þorski, karfa, steinbít, hlýra, loðnu og rækju en árið áður. Innflutningur jókst hins vegar á ýsu, ufsa, loðnuhrognum, kolmunna og makríl.

Talnaefni