FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 02. JÚNÍ 2004

Út er komið hefti í efnisflokknum Sjávarútvegur og ber það heitið Innflutt hráefni til fiskvinnslu 2003. Í ritinu kemur m.a. fram að innflutt hráefni til fiskvinnslu var tæplega 225 þúsund tonn og jókst um rúm 64 þúsund tonn frá árinu 2002. Verðmæti þessa innflutnings var 5,6 milljarðar og dróst saman um 300 milljónir eða 4,9% á milli ára. Innflutningur á botnfiski dróst verulega saman en innflutningur á uppsjávarfiski jókst.

Innflutt hráefni til fiskvinnslu 2003 - útgáfur  

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.