FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 27. APRÍL 2009

Út er komið hefti í efnisflokknum Sjávarútvegur þar sem birtar eru niðurstöður athugana Hagstofunnar um hag fiskveiða og fiskvinnslu árið 2007.

Þar kemur m.a. fram að hagnaður botnfiskveiða og -vinnslu reiknaður samkvæmt árgreiðsluaðferð lækkaði úr 18½% árið 2006 í 13% árið 2007. Hreinn hagnaður botnfiskveiða lækkaði úr 16½% af tekjum í 12½% en hagnaður botnfiskvinnslu lækkaði úr 9½% af tekjum í 3½%. Hagnaður var áfram á rekstri mjölvinnslu og á rekstri loðnuskipa á árinu 2007.

Heildareignir sjávarútvegs í árslok 2007 voru 435 milljarðar króna, heildarskuldir 325 milljarður og eigið fé 110 milljarðar.

Hagur fiskveiða og fiskvinnslu 2007 - Hagtíðindi

Talnaefni

 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.