FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 14. OKTÓBER 2016

Fiskafli íslenskra skipa í september var rúm 113 þúsund tonn sem er 22% meiri afli en í september 2015. Botnfiskafli var rúm 35.700 tonn og dróst saman um 2%, þar af nam þorskaflinn 22 þúsund tonnum  sem er 3% minna en í september 2015. Uppsjávarafli nam 74 þúsund tonnum og jókst hann um 38% samaborið við september 2015. Aukningu í uppsjávarafla má rekja til 61% meiri makrílafla en afli makríls nam rúmum 53 þúsund tonnum í september og síldarafla sem nam tæpum 20 þúsund tonnum.

Á 12 mánaða tímabili frá október 2015 til september 2016 hefur heildarafli dregist saman um 266 þúsund tonn samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr. Samdráttinn má að mestu rekja til minni loðnuafla. Afli í september metinn á föstu verðlagi var 20,3% minni en í september 2015.

Fiskafli
  September   Október-september  
  2015 2016 % 2014-2015 2015-2016 %
Fiskafli á föstu verði            
Vísitala         95,2             75,8     -20,3      
             
Fiskafli í tonnum            
Heildarafli 92.601 112.982 22 1.334.137 1.067.682 -20
Botnfiskafli 36.314 35.710 -2 434.480 462.426 6
  Þorskur 22.884 22.130 -3 239.904 263.395 10
  Ýsa 3.334 3.215 -4 38.817 40.457 4
  Ufsi 2.968 3.206 8 51.252 49.789 -3
  Karfi 4.732 5.203 10 57.841 65.283 13
  Annar botnfiskafli 2.395 1.955 -18 46.666 43.502 -7
Flatfiskafli 1.837 2.174 18 21.821 25.527 17
Uppsjávarafli 53.485 74.002 38 867.614 566.712 -35
  Síld 19.749 19.634 -1 146.455 107.573 -27
  Loðna 0 0 - 353.713 101.089 -71
  Kolmunni 758 1.292 70 199.758 189.881 -5
  Makríll 32.967 53.076 61 167.642 168.165 0
  Annar uppsjávarfiskur 11 0 -100 45 4 -91
Skel-og krabbadýraafli 965 1.096 14 10.163 12.931 27
Annar afli 0 0 788 59 86 45

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.