FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 15. NÓVEMBER 2018

Fiskafli íslenskra skipa í október var 113.656 tonn sem er á pari við aflamagn í október 2017. Botnfiskafli var 46 þúsund tonn eða 8% meiri en í október 2017. Af botnfisktegunum nam þorskaflinn 26,8 þúsund tonnum og 7,3 þúsund tonn veiddust af ufsa sem er ríflega tvöfalt meiri afli en í október 2017. Uppsjávarafli, sem var að megninu til síld, nam rúmum 64 þúsund tonnum sem er 6% minni afli en í október 2017.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá nóvember 2017 til október 2018 var tæp 1.253 þúsund tonn sem er 7% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr.

Verðmæti afla í október metið á föstu verðlagi var 10,5% meira en í október 2017.

Fiskafli
Október Nóvember-október
 20172018%2016‒20172017‒2018%
Fiskafli á föstu verði
Vísitala10111211...
Fiskafli í tonnum
Heildarafli114.137113.65701.165.5251.252.8627
Botnfiskafli42.52346.0208418.409484.34616
Þorskur27.17526.786-1248.631278.00912
Ýsa3.6865.0123635.24145.48329
Ufsi3.5137.30910845.06664.97844
Karfi6.1335.526-1057.88661.6837
Annar botnfiskafli2.0161.388-3131.58634.1948
Flatfiskafli1.8132.2112221.94527.09423
Uppsjávarafli68.64764.405-6715.036728.9972
Síld59.26459.1120140.157112.142-20
Loðna00-196.832186.333-5
Kolmunni5.6523.242-43212.537294.97639
Makríll3.7312.051-45165.510135.546-18
Annar uppsjávarfiskur00-00-
Skel-og krabbadýraafli1.1531.021-1210.10112.41423
Annar afli00-359-73

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.