Fiskafli íslenskra skipa í október var 114.258 tonn sem er 40% meiri afli en í október 2016. Aukningin er að mestu tilkomin vegna meiri síldarafla en alls veiddust tæp 59 þúsund tonn af síld samanborið við rúm 32 þúsund tonn í október 2016. Botnfiskaflinn var rúm 42 þúsund tonn og jókst um 5%, sem má að mestu rekja til meiri karfaafla. Afli flatfisktegunda var 1.816 tonn sem er 12% meiri en í október 2016. Skel og krabbadýraafli nam 1.153 tonnum samanborið við 716 tonn í fyrra.
Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá nóvember 2016 til október 2017 var tæp 1.166 þúsund tonn sem er 8% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr.
Verðmæti afla í október metið á föstu verðlagi var 16,5% meira en í október 2016.
Fiskafli | ||||||
Október | Nóvember-október | |||||
2016 | 2017 | % | 2015-2016 | 2016-2017 | % | |
Fiskafli á föstu verði | ||||||
Vísitala | 88,4 | 103,0 | 16,5 | |||
Fiskafli í tonnum | ||||||
Heildarafli | 81.517 | 114.258 | 40 | 1.077.099 | 1.165.977 | 8 |
Botnfiskafli | 40.395 | 42.519 | 5 | 461.736 | 418.392 | -9 |
Þorskur | 26.819 | 27.177 | 1 | 265.701 | 248.624 | -6 |
Ýsa | 3.769 | 3.690 | -2 | 40.214 | 35.248 | -12 |
Ufsi | 3.158 | 3.512 | 11 | 49.656 | 45.064 | -9 |
Karfi | 4.856 | 6.121 | 26 | 63.481 | 57.869 | -9 |
Annar botnfiskafli | 1.794 | 2.020 | 13 | 42.684 | 31.587 | -26 |
Flatfiskafli | 1.628 | 1.816 | 12 | 24.671 | 21.948 | -11 |
Uppsjávarafli | 38.732 | 68.771 | 78 | 577.702 | 715.517 | 24 |
Síld | 32.329 | 59.284 | 83 | 117.524 | 140.275 | 19 |
Loðna | 0 | 0 | - | 101.089 | 196.832 | 95 |
Kolmunni | 1.127 | 5.652 | 402 | 188.672 | 212.537 | 13 |
Makríll | 5.323 | 3.835 | -28 | 170.411 | 165.873 | -3 |
Annar uppsjávarfiskur | 0 | 0 | - | 5 | 0 | -93 |
Skel-og krabbadýraafli | 716 | 1.153 | 61 | 12.904 | 10.085 | -22 |
Annar afli | 0 | 0 | - | 86 | 35 | -60 |
Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.