FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 15. MARS 2016

Heildarafli íslenskra fiskiskipa í febrúar 2016 var tæp 89 þúsund tonn, sem er 60% minni afli en í febrúar 2015. Botnfiskafli jókst um 19% en uppsjávarafli dróst saman um 78%, úr 182 þúsund tonnum í 39 þúsund tonn, þar af dróst loðnuafli saman um tæplega 111 þúsund tonn. Ef 12 mánaða tímabilið mars 2015 til febrúar 2016 er borið saman við sama tíma ári áður kemur í ljós 5% samdráttur í heildaraflamagni.

Aflinn í febrúar metinn á föstu verði var 17,7% minni en í febrúar 2015.

 

Fiskafli            
  Febrúar   Mars–febrúar  
  2015 2016 % 2014–2015 2015–2016 %
Fiskafli á föstu verði          
Vísitala 110,6 91,1 -17,7
             
Fiskafli í tonnum            
Heildarafli 222.819 88.972 -60 1.230.568 1.164.735 -5
Botnfiskafli 39.874 47.384 19 423.818 448.486 6
  Þorskur 24.939 29.636 19 239.189 254.474 6
  Ýsa 4.170 4.660 12 35.751 41.441 16
  Ufsi 3.542 4.410 24 47.650 47.960 1
  Karfi 4.180 5.544 33 55.737 59.477 7
  Annar botnfiskafli 3.043 3.134 3 45.491 45.133 -1
Flatfiskafli 964 1.379 43 18.405 24.512 33
Uppsjávarafli 181.764 39.611 -78 777.548 680.763 -12
  Síld 10 852 - 157.591 112.359 -29
  Loðna 179.045 20.759 -88 261.316 150.685 -42
  Kolmunni 2.709 18.000 564 187.945 249.408 33
  Makríll 170.631 168.279 -1
  Annar uppsjávarfiskur 0 -100 65 32 -51
Skel-og krabbadýraafli 217 598 176 10.775 10.919 1
Annar afli 21 54 156

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.