FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 15. SEPTEMBER 2017

Fiskafli íslenskra skipa í ágúst var 120.627 tonn sem er 1% meiri afli en í ágúst 2016. Botnfiskafli nam rúmum 39 þúsund tonnum og jókst um 18%, þar af nam þorskaflinn ríflega 21 þúsund tonnum sem er 25% meiri afli en í ágúst 2016. Uppsjávarafli nam rúmum 77 þúsund tonnum í ágúst og dróst saman um 7%. Flatfiskaflinn nam um 3 þúsund tonnum sem er 16% aukning miðað við ágúst 2016. Skel og krabbadýraafli nam 1.273 tonnum  samanborið við 1.493 tonn í ágúst 2016.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá september 2016 til ágúst 2017 var 1.120 þúsund tonn sem er 7% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr.

Verðmæti afla í ágúst metið á föstu verðlagi var 5,9% meira en í ágúst 2016.

Fiskafli
  Ágúst   September-ágúst  
  2016 2017 % 2015-2016 2016-2017 %
Fiskafli á föstu verði            
Vísitala       105,4           111,6     5,9      
             
Fiskafli í tonnum            
Heildarafli 119.970 120.627 1 1.047.311 1.120.109 7
Botnfiskafli 33.255 39.226 18 463.039 418.949 -10
  Þorskur 17.026 21.348 25 264.153 249.059 -6
  Ýsa 3.171 3.091 -3 40.578 35.506 -12
  Ufsi 5.174 5.804 12 49.554 45.278 -9
  Karfi 5.583 7.206 29 64.812 56.946 -12
  Annar botnfiskafli 2.302 1.777 -23 43.942 32.160 -27
Flatfiskafli 2.566 2.982 16 25.192 22.016 -13
Uppsjávarafli 82.641 77.146 -7 546.195 669.563 23
  Síld 10.129 13.372 32 107.688 114.700 7
  Loðna 0 0 - 101.089 196.832 95
  Kolmunni 495 890 80 189.347 207.907 10
  Makríll 72.013 62.884 -13 148.056 150.122 1
  Annar uppsjávarfiskur 4 0 - 15 2 -
Skel-og krabbadýraafli 1.496 1.273 -15 12.799 9.546 -25
Annar afli 11 0 - 86 35 -59

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.