FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 15. SEPTEMBER 2016

Fiskafli íslenskra skipa í ágúst 2016 var rúmlega 119 þúsund tonn, sem er 4% meiri afli en í ágúst 2015. Botnfiskafli var rúm 33 þúsund tonn sem er aukning um 28%, þorskaflinn nam 17 þúsund tonnum í ágúst og jókst um 41% samanborið við ágúst 2015. Flatfiskafli jókst um 25% og skel- og krabbadýraafli um 28% miðað við ágúst 2015, en samdráttur varð í uppsjávarafla upp á 4%.

Á 12 mánaða tímabili hefur heildarafli dregist saman um 294 þúsund tonn á milli ára, sem er 22% aflasamdráttur, og vegur uppsjávarafli þar þyngst. Afli í ágúst metinn á föstu verðlagi var 2,6% meiri en í ágúst 2015.

Fiskafli
  Ágúst   Ágúst-júlí  
  2015 2016 % 2014-2015 2015-2016 %
Fiskafli á föstu verði            
Vísitala       102,8           105,5     2,6      
             
Fiskafli í tonnum            
Heildarafli 114.276 119.214 4 1.340.849 1.046.589 -22
Botnfiskafli 25.983 33.278 28 431.833 463.069 7
  Þorskur 12.046 17.000 41 237.398 264.104 11
  Ýsa 3.207 3.171 -1 37.964 40.576 7
  Ufsi 4.291 5.218 22 52.281 49.633 -5
  Karfi 3.883 5.592 44 57.525 64.819 13
  Annar botnfiskafli 2.557 2.296 -10 46.665 43.937 -6
Flatfiskafli 2.057 2.567 25 22.373 25.156 12
Uppsjávarafli 85.061 81.863 -4 876.699 545.480 -38
  Síld 15.169 10.126 -33 156.523 107.686 -31
  Loðna 0 - - 353.713 101.089 -71
  Kolmunni 1.189 486 -59 201.632 189.338 -6
  Makríll 68.682 71.247 4 164.779 147.351 -11
  Annar uppsjávarfiskur 21 - - 52 15 -71
Skel-og krabbadýraafli 1.172 1.496 28 9.877 12.799 30
Annar afli 2 11 335 65 86 31

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.