FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 15. OKTÓBER 2021

Landaður afli í september 2021 var 107 þúsund tonn sem er 10% minni afli en í september 2020. Botnfiskafli var um 32 þúsund tonn, 11% minna en í fyrra. Af botnfisktegundum var þorskur tæp 20 þúsund tonn. Uppsjávarafli var tæplega 73 þúsund tonn sem er 10% minni afli en í september 2020. Mest var veitt af síld eða tæp 56 þúsund tonn.

Á tólf mánaða tímabilinu frá október 2020 til september 2021 var heildaraflinn tæplega 1.040 þúsund tonn sem er 2% meiri afli en á sama tímabili ári fyrr. Á tímabilinu veiddust tæp 477 þúsund tonn af botnfisktegundum og rúm 531 þúsund tonn af uppsjávarfiski.

Landaður afli í september 2021, metinn á föstu verðlagi, lækkar um 9,2% samanborið við september í fyrra. Magnvísitala hefur einnig verið uppfærð fyrir fyrri mánuði ársins.

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Fiskafli
  September Október - September
2020 2021 % 2019-2020 2020-2021 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala87,379,3 -9,2
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 119.212 107.011 -10 1.020.964 1.039.663 2
Botnfiskafli 35.663 31.887 -11 461.184 476.551 3
Þorskur 20.603 19.626 -5 277.788 276.195 -1
Ýsa 5.759 4.491 -22 49.846 58.349 17
Ufsi 2.969 3.125 5 52.361 56.489 8
Karfi 4.681 3.389 -28 51.848 51.289 -1
Annar botnfiskafli 1.651 1.255 -24 29.340 34.228 17
Flatfiskafli 1.808 1.774 -2 22.521 25.113 12
Uppsjávarafli 80.717 72.738 -10 531.131 531.296 0
Síld 61.908 55.591 -10 153.714 118.094 -23
Loðna 0 0 - 0 70.726 -
Kolmunni 1.125 934 -17 225.872 210.482 -7
Makríll 17.684 16.213 -8 151.543 131.988 -13
Annar uppsjávarfiskur 0 0 -62 2 7 250
Skel- og krabbadýraafli 1.024 612 -40 6.126 6.687 9
Annar afli 0 0 - 2 16 755

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.