FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 15. DESEMBER 2025

Landaður afli í nóvember var tæp 103 þúsund tonn sem er 9% meiri afli en í nóvember á síðasta ári. Botnfiskafli jókst um 10% á milli ára, uppsjávarafli um 9% en flatfiskafli dróst saman um 9%. Á 12 mánaða tímabilinu desember 2024 til nóvember 2025 var landað samtals 1.040 þúsund tonnum sem er 6% meiri afli en á sama tímabili ári fyrr.

Aflaverðmæti á síðasta fiskveiðiári (september 2024 til ágúst 2025) var 194 milljarðar króna, 14% meiri en á fiskveiðiárinu 2023-24. Verðmæti botnfiskafla nam tæpum 147 milljörðum sem er 18% aukning miðað við fyrra fiskveiðiár. Verðmæti uppsjávarafla nam rúmum 35 milljörðum sem er aukning um 4% samanborið við fiskveiðiárið 2023-24.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 5281100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.