FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 15. JÚLÍ 2025

Landaður afli nam tæpum 46 þúsund tonnum í júní sem er 65% meira en í júní 2024. Um 7% aukning varð á botnfiskafla þar sem þorskafli fór úr 13,3 þúsund tonnum í 14,8 þúsund tonn. Uppsjávaraflinn var 15,6 þúsund tonn, en var enginn í fyrra.

Á ársgrundvelli tímabilsins júlí 2024 til júní 2025 var landað samtals 972 þúsund tonnum sem er 10% minni afli en á sama tímabili ári fyrr.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.