FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 16. JANÚAR 2020

Samkvæmt bráðabirgðatölum var afli íslenskra skipa árið 2019 rúm 1.048 þúsund tonn sem er nærri 211 þúsund tonnum minni afli en landað var árið 2018. Samdráttinn má rekja til minni uppsjávarafla, enda veiddist engin loðna á árinu auk þess sem afli kolmunna og makríls dróst saman. Alls nam uppsjávarafli tæpum 535 þúsund tonnum árið 2019 samanborið við tæp 739 þúsund tonn 2018. Botnfiskafli stóð í stað milli ára, en af einstaka tegundum má nefna að ýsuafli jókst um 19%. Flatfiskafli nam rúmum 22 þúsund tonnum árið 2019 og dróst saman um 18% samanborið við árið 2018. Afli skel- og krabbaýra var rúm 10 þúsund tonn á síðasta ári og dróst saman um 19% frá fyrra ári.

Í desember 2019 var fiskaflinn rúm 63 þúsund tonn sem er 12% aukning miðað við desember 2018. Botnfiskafli var tæp 29 þúsund tonn og jókst um 6%. Uppsjávarafli nam 33,6 þúsund tonnum sem er 19% aukning samanborið við desember 2018. Aflinn í desember, metinn á föstu verði, var 3% meiri en í desember 2018.

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Fiskafli
  Desember Janúar-desember
2018 2019 % 2018 2019 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala54,155,73,0
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 56.709 63.437 12 1.259.115 1.048.202 -17
Botnfiskafli 27.287 28.909 6 480.659 481.512 0
Þorskur 17.408 16.869 -3 274.903 273.022 -1
Ýsa 3.714 3.315 -11 48.663 57.918 19
Ufsi 3.674 4.154 13 66.276 64.697 -2
Karfi 1.630 3.399 109 58.077 53.529 -8
Annar botnfiskafli 861 1.172 36 32.740 32.346 -1
Flatfiskafli 829 764 -8 27.150 22.232 -18
Uppsjávarafli 28.228 33.610 19 738.781 534.373 -28
Síld 4.708 3.662 -22 123.893 137.936 11
Loðna 0 0 - 186.333 0 -
Kolmunni 23.520 29.938 27 292.952 268.351 -8
Makríll 0 9 - 135.603 128.085 -6
Annar uppsjávarfiskur 0 1 - 0 1 -
Skel-og krabbadýraafli 365 154 -58 12.524 10.082 -19
Annar afli 0 0 - 0 3 -

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.